Hér er listi yfir ýmis skjöl úr starfsemi LHM, umsagnir, athugasemdir og fleira.
Listinn er ekki tæmandi, ekki er hægt að birta vinnuskjöl og drög sem við fáum að gefa umsagnir um í trúnaði.

Flokkur: Skjöl

Ársskýrsla LHM 2016

 
Hér má lesa Ársskýrslu Landssamtaka hjólreiðamanna 2016 sem samþykkt var á aðalfundi LHM 2017
 
Ársskýrsla LHM 2016  
Flokkur: Skjöl

Hjólastígur Kringlumýrarbraut frá Suðurhlíðum að Sæbóli

Umsagnarnefnd Landssamtaka hjólreiðamanna (LHM) hefur skoðað uppdrátt af legu nýs hjólastígs meðfram Kringlumýrarbraut frá Suðurhlíðum í Reykjavík að Sæbóli í Kópavogi. Stígurinn kemur í stað eldri stígs fyrir gangandi og hjólandi sem er með blindhornum og hefur skerta stígsýn. Samtökin gerðu eftirfarandi umsögn um uppdráttinn.

Flokkur: Skjöl

Breiðholtsbraut — göngubrú deiliskipulag

Umsagnarnefnd Landssamtaka hjólreiðamanna (LHM) hefur skoðað tillögu að deiliskipulagi opins svæðis milli Seljahverfis og Efra Breiðholts þar sem er lagt til að gerð verði göngubrú yfir Breiðholtsbraut ásamt viðeigandi göngu- og hjólatengingum um skipulagssvæðið. Samtökin gerðu eftirfarandi umsögn um deiliskipulagið.

Flokkur: Skjöl

Deiliskipulag Háskólans í Reykjavík - breyting

Umsagnarnefnd Landssamtaka hjólreiðamanna (LHM) hefur skoðað tillögur um breytingu á deiliskipulagi hjá HR. Í breytingunni felst stækkun á deiliskipulagssvæðinu þar sem gert er ráð fyrir fjölgun háskólaíbúða á svæði Háskólans í Reykjavík  og hækkun húsa að hluta. Á tveimur lóðum í krika Flugvallarvegar og Nauthólsvegar er gert ráð fyrir annars vegar lóð fyrir skólahúsnæði og hins vegar lóð fyrir íbúðarbyggð.  Samtökin gerðu eftirfarandi umsögn um deiliskipulagið.