Umsögn LHM v. breytinga á deiliskipulagi flugþjónustusvæðis á Keflavíkurflugvelli

Inngangur: Ferðamenn sem koma með reiðhjól í flugi um Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafa um árabil fengið nokkuð óblíðar móttökur í flugstöðinni og er nú lag að gera betur.

Ef stækka á þjónustusvæði og bæta við bílastæðarými við flugþjónustusvæðið, teljum við rétt að benda á það sem betur má fara í móttöku og brottför ferðamanna sem fara um flugstöðina með reiðhjól meðferðis.

Samkvæmt rannsóknum virðast hjólreiðamenn sem koma til landsins stoppa að jafnaði lengur í landinu en aðrir ferðamenn, hafa tekjur yfir meðaltekjum og almennt vel menntaðir. Þeir ferðast um landið með umhverfisvænum hætti, hjóla og nota almenningssamgöngur. Þeir kaupa þjónustu um allt land, mat og ýmisskonar þjónustu og afþreyingu.

Jákvæð áhrif aukinna hjólreiða á lýðheilsu, s.s. í baráttunni við offitu, hreyfingarleysi, hjartasjúkdóma, streitu, þunglyndi, mengun og ótalmargt fleira eru einhver þau mestu sem völ er á. Því ætti að hlúa að hjólreiðum og bjóða ferðamenn með reiðhjól sérstaklega velkomna í flugstöðina. Félli það og vel að þeirri ímynd sem við viljum flest að Ísland hafi í hugum gesta.

Umsögnin öll:

Umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna v. breytinga á deiliskipulagi flugþjónustusvæðis á Keflavíkurflugvelli

Deiliskipulag Keflavíkurflugvallar

2. september barst svar frá Isavia

Svar til LHM vegna athugasemda við deiliskipulag

 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.