Skemmtilegar hjólaleiðir
Nokkrar hugmyndir að hjólaferðum
Víða eru skemmtilegar hjólaleiðir um land allt. Tilvalið er að fara inn á heimasíður sveitarfélaga, ferðafélaga eða reiðhjólaklúbba og afla sér upplýsinga en hér eru nokkrar hugmyndir.- Details
- Árni Davíðsson
Ný hjólabraut hefur nú verið sett upp í efri Lundum, norðan við leikskólann Lundaból.í Garðabæ sem er ætluð börnum og öðrum.
- Details
- Ásbjörn Ólafsson
Árlega stendur Kjalarnessprófastsdæmi fyrir óvenjulegri guðsþjónustu sem er í senn hjólaferð og messa.
Hjólað er á milli kirkna á utanverðum Reykjanesskaganum og á hverjum stað verður einn liður messunnar fluttur.
- Details
- Ásbjörn Ólafsson
Sprengisandur, upp Elliðaárdal og undir Höfðabakka við stíflu, yfir Vatnsveitubrú, fram hjá Fáki, yfir Dimmu (hjól borin), um Vatnsenda, meðfram Elliðavatni um Þingmannaleið og á Heimsenda.
- Details
- Ásbjörn Ólafsson
Perlan, Suðurhlíð, framhjá Nesti, eftir Sæbólsbraut, Ásabraut og stíg að Fífuhvammi, að Fífunni, undir Fímuhvammsveg og eftir stíg upp Smárana að Nónhæð.
- Details
- Ásbjörn Ólafsson
- Details
- Ásbjörn Ólafsson
Víða eru göngubrýr eða undirgöng undir umferðaræðar og stígar eru lagðir um vinsælar útvistarperlur eins og Elliðaárdalinn og Ægissíðu.
Sex áningarstaðir eru nú við stígakerfið, þar sem vegfarendur geta kastað mæðinni og notið útsýnisins, skoðað göngu- og hjólastígakort fyrir höfuðborgarsvæðið og gripið í nesti.
Staðirnir eru í Nauthólsvík, við Ægissíðu, við Gullinbrú, við Suðurlandsbraut gegnt Mörkinni, í Elliðaárdal og við Ánanaust. Reykjavíkurborg hefur lagt til númerakerfi fyrir stígakerfi höfuðborgarsvæðisins og merkt stíga skv. því .
- Details
- Ásbjörn Ólafsson
Í Grafarvogi er m.a. hægt hjóla út með Kleppsvík við fjöruborð. Þar er hægt að skoða höggmyndagarð Hallsteins Sigurðssonar og finna skemmtilega og krókótta hjólaleið sem liggur frá Grafarvoginum að Grafarholti.
- Details
- Ásbjörn Ólafsson
"Bláþráðurinn". Þetta er strandstígurinn um Kárnes í Kópavogi, göturnar Súlunes og Hegranes í Garðabæ, strandstígur um Arnarnesvog og vesta nvið Hraunholtsbraut og stígurinn meðfram Reykjavíkurvegi og Strandvegi í Hafnarfirði og að álverinu. Frá Arnarnesvogi tengist hjólastígur 18 sem liggur að Álftanesi.
- Details
- Ásbjörn Ólafsson
Stígur 1n Reykjavík - Mosfellsbær
Samfelldur stígur er alla leið meðfram Sævarhöfða, meðfram Elliðaárvogi, undir Gullinbrú en yfir Grafarvog, yfir Gufunes og með Leiruvogi og loks eftir allri ströndinni uns stígurinn sveigir í átt að miðbæ Mosfellsbæjar. Í Mosfellsbæ er m.a. hægt að skoða lystigarðinn á Stekkjarflöt á Varmárbökkum við Álafosskvos. Einnig er hægt að hjóla á stígakerfi að Gljúfrasteini og þá ertu kominn 1/3 af leiðinni til Þingvalla.
Stígur 1s Elliðaárdalur - Heiðmörk
Þessi leið liggur um gróðri vaxinn Elliðaárdal og meðfram ánni að Breiðholtsbraut og upp að göngum undir götuna til móts við Norðlingaholt. Þaðan er fylgt malbikuðum stígum að Rauðhólum og eftir vegi að Elliðavatnsbænum.
- Details
- Ásbjörn Ólafsson
Þetta er leiðin umhverfis Reykjavík vestan Elliðaáa og liggur meðfram Sæbraut, Geirs- og Mýrargötu, Ánanaust, Eiðisgranda, Ægissíðu og um Skerjafjörð og Fosvogsdal. Þetta er fjölfarnasti útivistarstígur landsins og eru stígar og aðbúnaður víðast hvar til mikillar fyrirmyndar. Leiðin er rúmlega 21 km og liggur að mestu meðfram strandlengjunni.
Nýtt frá LHM
Skoðið þetta
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum