Stígur 1 - Heiðmörk - Elliðaárdalur - Mosfellsbær

hringvegur

Stígur 1n Reykjavík - Mosfellsbær

Samfelldur stígur er alla leið meðfram Sævarhöfða, meðfram Elliðaárvogi, undir Gullinbrú en yfir Grafarvog, yfir Gufunes og með Leiruvogi og loks eftir allri ströndinni uns stígurinn sveigir í átt að miðbæ Mosfellsbæjar. Í Mosfellsbæ er m.a. hægt að skoða lystigarðinn á Stekkjarflöt á Varmárbökkum við Álafosskvos. Einnig er hægt að hjóla á stígakerfi að Gljúfrasteini og þá ertu kominn 1/3 af leiðinni til Þingvalla.

Stígur 1s Elliðaárdalur - Heiðmörk

Þessi leið liggur um gróðri vaxinn Elliðaárdal og meðfram ánni að Breiðholtsbraut og upp að göngum undir götuna til móts við Norðlingaholt. Þaðan er fylgt malbikuðum stígum að Rauðhólum og eftir vegi að Elliðavatnsbænum.

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.