Leiðbeiningar LHM 2. útgáfa

Vorið 2012 voru útbúnar leiðbeiningar fyrir hjólandi vegfarendur hjá LHM. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna var að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr  núníngi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur á stígum eða götum og var sagt frá útgáfu þeirra hér: Leiðbeiningar um örugga umferð hjólandi. Núna er búið að endurskoða þessar leiðbeiningar og gera þær skýrari og vonandi auðveldari aflestrar.


Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum, 2. úgáfa.
Samþykkt á fundi stjórnar LHM 10. apríl 2013.

Almennar leiðbeiningar fyrir hjólandi umferð

Sýnum öðrum ávallt tillitsemi og aðgát.
Fylgjum ávallt umferðarlögum.
Notum góð ljós þegar rökkvar og gætum þess að vera sýnileg.
Högum hraða ávallt miðað við aðstæður og sýn fram á veg/stíg.
Lítum aftur og gætum að umferð og gefum skýr merki með höndum ef við á áður en við beygjum, breytum stöðu á stíg/veg eða hægjum á ferð.


Leiðbeiningar fyrir hjólandi á stígum og gangstéttum með blandaðri umferð
Gangandi vegfarendur hafa forgang.
Stillum hraðanum í hóf á stígunum því þeir eru oftast hannaðir fyrir hæga gangandi umferð með blindhornum og kröppum beygjum.
Höfum almennt í huga reglu um hægri umferð - höldum okkur til hægri og förum framúr vinstra megin.
Förum varlega framúr öðrum og gefum tímanlega kurteislegt hljóðmerki með bjöllu.
Víkjum til hægri fyrir þeim sem vilja komast framúr þegar það er öruggt.
Veitum ökutækjum sérstaka aðgát þegar stígur liggur yfir götu.


Leiðbeiningar fyrir hjólandi á götum með 50 km hraða eða minna
Höldum okkur að lágmarki um einn metra frá hægri kanti eða kyrrstæðum bifreiðum.
Fylgjum umferðarstraumnum og breytum ekki um stefnu öðrum að óvörum.
Við eftirfarandi aðstæður ætti hjólandi við flestar kringumstæður að taka víkjandi stöðu á akbraut, sem er um einn metra hægra megin við umferðarstraum en varla nær akbrautarbrún en sem nemur einum metra:
•    þegar nægilegt pláss er fyrir akstur bíls og reiðhjóls hlið við hlið
•    þegar langt er milli gatnamóta eða innkeyrslna
•    til að hleypta bílum framúr
Við eftirfarandi kringumstæður ættu hjólandi að taka ríkjandi stöðu á miðri akrein:
•    þegar ekki er nægilegt pláss fyrir bíl að fara framúr, s.s. í þrengingum,
•    við gatnamót, í beygjum og í hringtorgum
•    þegar farið er framhjá bílum sem gætu óvænt ekið í veg fyrir hjólandi s.s. við innkeyrslur og bílastæði
Lítum aftur og gætum að umferð áður en ríkjandi staða er tekin á akrein, skipt er um akrein og áður en beygt er til vinstri eða hægri.
Fara skal fram úr vinstra megin að öllu jöfnu. Reiðhjólum er leyfilegt að fara framúr vélknúnum ökutækjum hægra megin en það þarf að gerast með varúð.
Gæta skal að löngum ökutækjum, varasamt er að vera hægra megin við þau ef mögulegt er að þau beygi til hægri.
Hjólandi á akbraut ber að veita umferð gangandi og hjólandi forgang á gangstétt eða gangstíg.


Hér eru þessar leiðbeiningar á pdf formi

 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.