Hjólaleið milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja

Umsögn um:  Tillaga til þingsályktunar um hjólaleið milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja (PDF)

Umhverfis- og samgöngu­nefnd Alþingis
157. löggjafarþing
Þingskjal 87 — 87. mál.

Reykjavík 8. nóvember 2025

Umsögn um:  Tillaga til þingsályktunar um hjólaleið milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja

Umsagnarnefnd Landssamtaka hjólreiðamanna (LHM) hefur skoðað þingsályktunartillögu um hjólaleið milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. 


Landssamtök hjólreiðamanna taka að sjálfsögðu undir efni tillögunnar og óska eftir að lögð verði greið, örugg og bein hjólaleið milli höfuðborgarsvæðisins og sveitarfélaga á Suðurnesjum og flugvallar Leifs Eirikssonar. 

Minna má á að í umhverfismati fyrir breikkun Reykjanesbrautar var lofað að lagður yrði sérstakur hjólreiðastígur meðfram Reykjanesbraut sbr. mynd 2.7 úr umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar í nóvember 2001. Skipulagsstofnun féllst á umhverfismatið m.a. á þeirri forsendu að hjólastígur yrði lagður. Það væri bara ágætt hjá ríkinu að standa við gefin loforð.

 

Virðingarfyllst

f.h. stjórnar LHM
Árni Davíðsson, stjórnarmaður

 

 
 


Um Landssamtök hjólreiðamanna

Landssamtök hjólreiðamanna ( LHM) eru hagsmunasamtök sem hafa að markmiði m.a. að efla hjólreiðar á Íslandi sem heilsusamlegan lífsmáta og sem samgöngumáta. Öll helstu hjólreiðafélög landsins eiga aðild að LHM. Samtökin eru þó ekki aðeins málsvari félagsmanna hinna ýmsu hjólreiðafélaga sem telja yfir 2000 manns heldur eru þau jafnframt málsvari allra sem hjóla á Íslandi. LHM er aðildarfélag að European Cyclists' Federation, sem eru heildarsamtök fyrir hjólreiðafélög til samgangna og ferðalaga í Evrópu. Aðildarfélög ECF er að finna í flest öllum löndum Evrópu. LHM hlaut samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar 2012 fyrir virka þátttöku og áhrif í að efla hjólreiðar á Íslandi.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.