
Íslenskar fréttir og greinar úr ýmsum áttum.


Alvarlegt að losa hjól undan reiðhjólum
Undanfarið hafa birst a.m.k. þrjár fréttir [1,2,3] um að losaðar hafi verið festingar sem halda hjólum undir reiðhjólum hjá krökkum. Afleiðingin hefur verið að hjólin duttu undan og í tveimur tilvikum slasaðist barnið en slapp í því þriðja.

Könnun fyrir bíllausa Íslendinga!

Setja nagladekkin undir fyrir veturinn
Í Barnablaði Morgunblaðsins er viðtal við nokkra hressa stráka í Þingunum í Kópavogi sem ganga í Vatnsendaskóla.

Fjörustígur milli Stokkseyri og Eyrarbakka
Búið er að leggja göngu- og hjólastíg með fjörunni milli Stokkseyri og Eyrarbakka. Efnt var til samkeppni um nafn á stíginn og varð nafnið Fjörustígur hlutskarpastur.

Thorvaldsensfélagið færir Hjólað óháð aldri á Íslandi hjól til gjafar
Thorvaldsensfélagið færir Hjólað óháð aldri á Íslandi, hjól til gjafar inn í samnefnt verkefni 21. desember 2016. Afhendingin fer fram við Bazar Thorvaldsenfélagsins, á horni Austurstrætis og Ingólfstorgs.

Evrópska samgönguvikan, dagana 16. – 22. september
Árlega sameinast heimsálfan okkar í Evrópsku samgönguvikunni, dagana 16. – 22. september og svo er einnig í ár. Á ensku ber vikan heitið European Mobility Week. Tilgangur samgönguvikunnar er að vekja athygli á vistvænum samgöngum og hvetja almenning til að nýta sér almenningssamgöngur, hjólreiðar og aðra vistvæna fararkosti.

Hreinsun stíga hafin
Í frétt á heimasíðu Reykjavíkurborgar 18. mars kemur fram að hreinsun hjólastíga sé hafin núna eftir að klakinn hvarf.