Færri nota nú einkabílinn til að fara til og frá vinnu og færri grunnskólabörn eru keyrð í skólann en árin 2009 og 2008. Reiðhjól eru aftur á móti á uppleið. Þetta kemur fram í árlegri ferðavenjukönnun sem Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar lætur gera.
Margur hjólreiðakappinn rann til í óvæntri hálkunni sem kom um daginn. Það getur verið verulega varasamt að hjóla í hálku og dæmi um að fólk beinbrotni illa við að detta á mikilli ferð á hjólum sínum. Raunin er líka sú að það er oftast miklu meiri hálka á hjólreiðastígum og gangbrautum heldur en á götunum þar sem bílarnir aka, einfaldlega vegna þess að þar er ekki borið salt í hálku. En það er engin ástæða til að leggja hjólinu og hætta að hjóla yfir vetrarmánuðina, því rétt eins og með bílana þá er hægt að kaupa nagladekk undir reiðhjólin. Þau fást í reiðhjólaverslunum. Örninn, GÁP, Markið og Everest selja nagladekk og þau er hægt að fá ýmist lítið negld eða mikið negld. Þau sem eru negld einvörðungu í köntunum kosta 6-7.000 krónur en þau sem eru mikið negld kosta um 10.000 kr stykkið. Sumir láta jafnvel duga að kaupa aðeins nagladekk að framan, en öruggast er auðvitað að hafa bæði dekkin negld.
Ferðamáti íbúa á höfuðborgarsvæðinu hefur breyst talsvert frá því fyrir efnahagshrun. Þannig hefur þeim fækkað sem nota yfirleitt einkabíl til sinna ferða og á sama tíma hefur þeim hlutfallslega fjölgað sem fara gangandi og hjólandi. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar á ferðavenjum Íslendinga 2010 sem unnin var fyrir samgönguyfirvöld.
Hver þekkir ekki vandamálið við húfu undir reiðhjólahjálmi. Ólöf Jónsdóttir kjólmeistari hefur leyst þann vanda með þessum eyrnaskjólum. Í eyrnaskjólunum er yfirleitt þæfð ull eða ullarblanda í ytra byrði og flís að innan og síðan er franskur rennilás innan í til að halda þessu saman. Skrautið eru ýmist perlur og steinar eða eitthvað annað skemmtilegt skraut.
Í Reykjavík hefst alþjóðadagurinn klukkan 14.00 á sunnudaginn með hjólreiðatúr frá Austurvelli og upp Hverfisgötu að Hlemmi. Þar verður m.a. boðið upp á stutta kynningu á Hjólafærni og einkaleiðsögn án endurgjalds.
Páll Guðjónsson skrifar ítarlega grein um umfjöllun fjölmiðla vegna tilraunaverkefnis um hjólamerkingar á Hverfisgötu. Hann segir í grein sinni, sem birtist á vef Íslenska fjallahjólaklúbbsins „Það var margt jákvætt við þetta verkefni enda lýstu Landssamtök hjólreiðamanna yfir ánægu sinni með verkefnið. Það virðist þó alveg hafa farið frá hjá fréttamiðlunum [...]Þvert á móti komu hinar furðulegustu fréttir í fjölda fréttamiðla sem opinberuðu í besta falli mikla fáfræði og fordóma fjölmiðla eða kraftmikinn áróður í þágu einkabílisma hjá ósjálfráða fjölmiðlum. “
Stríðsöxin verður ekki grafin fyrr en framkvæmdum lýkur á veginum á Öxi Styttir hringveginn um 71 kílómetra
Djúpivogur | Sveitarstjórnarmenn í Djúpavogshreppi hafa um árabil barist fyrir bættum samgöngum á svæðinu og á síðustu árum hefur heilsársvegur um Öxi verið helsta baráttumálið. Síðastliðið haust átti nýframkvæmd um Öxi að vera klár til útboðs samkvæmt loforðum frá samgönguyfirvöldum en þessu framfaramáli í samgöngum á Austurlandi hefur seinkað eins og öðrum framkvæmdum vegna fjármálakreppunnar.
Page 8 of 15