Á heimasíðu Fjarðarbyggðar er komin fram tillaga um breytingar á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar. Í tillögunni er gert ráð fyrir að 35 km hámarkshraði verði megin regla í þéttbýli í Fjarðarbyggð. Kynningin á heimasíðunni er eftirfarandi:
Á Vísir.is er eftirfarandi frétt um hugsanlegan hjólreiðastíg ofan á jarðstreng milli Selfoss og Þorlákshafnar:
Hjóla ofan á raflínu í Ölfusi
Skipulagsnefnd Ölfuss segir að nýta eigi legu jarðstrengs milli Selfoss og Þorlákshafnar undir hjólreiðastíg. Árborg hefur sömu áform.
Á vef Reykjavíkurborgar 8. október birtist eftirfarandi frétt:
Trjágróður sem vex út á stíga tefur för snjóruðningstækja og í gegnum árin hefur komið fyrir að stígum hafi verið sleppt úr til að valda ekki tjóni á tækjum og hættu á slysum. Þá eru dæmi um að ljós hafa brotnað af tækjunum með tilheyrandi kostnaði.
Keppnisfélögin standa vel að því að kynna keppnir í hjólreiðum á sínum vefsíðum svo það fer lítið fyrir því efni á vef LHM en hér eru glæsilegar myndir frá Íslandsmeistaramóti í götuhjólreiðum 2013 sem Örn Sigurðsson tók.
Verð á hjólum mun lækka nokkuð nái tillögur efnahags- og viðskiptanefndar um afnám tolla á reiðhjól fram að ganga. Þetta segir Guðmundur Ágúst Pétursson, forstjóri GÁP, í samtali við mbl.is, en hann sér fyrir sér áframhaldandi aukningu í hjólaáhuga landsmanna með þessu skrefi.„Mér hefur aldrei litist jafn vel á neina breytingu eins og það að byrjað sé að fella niður vörugjöld því þau eiga ekki rétt á sér lengur,“ segir Guðmundur. Hann vonar að tillagan komist fljótt í gegn, en snemma á komandi ári munu fyrstu sendingar vorsins berast og til að tollurinn bætist ekki á þær þarf Alþingi að samþykkja nýju lögin.
Þessa dagana stendur yfir í nokkrum grunnskólum átak til aukinnar hreyfingar, s.s. Gengið í skólann og Hjólað í skólann. Yfir 90% nemenda og starfsfólks í Fossvogsskóla notar vistvænan ferðamáta.
Löng hefð er fyrir því í Fossvogsskóla að hvetja nemendur að koma gangandi eða hjólandi í skólann enda er skólahverfið nokkuð afmarkað og auðvelt að ferðast um Fossvogsdal á hjólhestum. Á haustin og vorin hefur verið sérstök hjólavika í frímínútum og er þá hjólað um dalinn. Nú í september er Göngum í skólann verkefnið á fullu þar eins og í Ártúnsskóla, sem einnig er í vel afmörkuðu hverfi með greiðan aðgang að Elliðaárdalnum.
Eftir að hafa heimsótt vinkonu sína, Leu Karen, á leikskólann Stekkjarás, fékk Brynja Brynleifsdóttir, ráðgjafi hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöðinni, þá hugmynd að hægt væri að setja saman tvö þríhjól og gera þau þannig úr garði að barn sem er sjónskert eða blint gæti setið á aftara hjólinu en sjáandi barn á því fremra. Þannig þyrfti Lea Karen ekki að vera háð starfsmönnum leikskólans þegar hún vildi fara út að hjóla heldur gæti brunað um skólalóðina með vinum sínum.
Skipulagsfræðingafélag Íslands í samstarfi við innanríkisráðuneyti og Vegagerðina hélt málþing fimmtudaginn 22.mars sem bar yfirskriftina Snúast samgöngur aðeins um kostnað?
Page 4 of 15