Íslenskar fréttir og greinar úr ýmsum áttum.

Flokkur: Íslenskt

Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum 2013

Keppnisfélögin standa vel að því að kynna keppnir í hjólreiðum á sínum vefsíðum svo það fer lítið fyrir því efni á vef LHM en hér eru glæsilegar myndir frá Íslandsmeistaramóti í götuhjólreiðum 2013 sem Örn Sigurðsson tók.

Flokkur: Íslenskt

Ný lög munu lækka verð reiðhjóla

Verð á hjólum mun lækka nokkuð nái tillögur efnahags- og viðskiptanefndar um afnám tolla á reiðhjól fram að ganga. Þetta segir Guðmundur Ágúst Pétursson, forstjóri GÁP, í samtali við mbl.is, en hann sér fyrir sér áframhaldandi aukningu í hjólaáhuga landsmanna með þessu skrefi.„Mér hefur aldrei litist jafn vel á neina breytingu eins og það að byrjað sé að fella niður vörugjöld því þau eiga ekki rétt á sér lengur,“ segir Guðmundur. Hann vonar að tillagan komist fljótt í gegn, en snemma á komandi ári munu fyrstu sendingar vorsins berast og til að tollurinn bætist ekki á þær þarf Alþingi að samþykkja nýju lögin.

Flokkur: Íslenskt

Gengið og hjólað í skólann

Þessa dagana stendur yfir í nokkrum grunnskólum átak til aukinnar hreyfingar, s.s. Gengið í skólann  og Hjólað í skólann. Yfir 90% nemenda og starfsfólks í Fossvogsskóla notar vistvænan ferðamáta.  

Löng hefð er fyrir því í Fossvogsskóla að hvetja nemendur að koma gangandi eða hjólandi í skólann enda er skólahverfið nokkuð afmarkað og auðvelt að ferðast um Fossvogsdal á hjólhestum. Á haustin og vorin hefur verið sérstök hjólavika í frímínútum og er þá hjólað um dalinn. Nú í september er Göngum í skólann verkefnið á fullu þar eins og í Ártúnsskóla, sem einnig er í vel afmörkuðu hverfi með greiðan aðgang að Elliðaárdalnum.

Flokkur: Íslenskt

Lea Karen fær þríhjól

Eftir að hafa heimsótt vinkonu sína, Leu Karen, á leikskólann Stekkjarás, fékk Brynja Brynleifsdóttir, ráðgjafi hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöðinni, þá hugmynd að hægt væri að setja saman tvö þríhjól og gera þau þannig úr garði að barn sem er sjónskert eða blint gæti setið á aftara hjólinu en sjáandi barn á því fremra. Þannig þyrfti Lea Karen ekki að vera háð starfsmönnum leikskólans þegar hún vildi fara út að hjóla heldur gæti brunað um skólalóðina með vinum sínum.

Flokkur: Íslenskt

Rúmlega 200.000 reiðhjól flutt inn á síðustu tíu árum

  • Reiðhjólaverslunum fjölgar á höfuðborgarsvæðinu
  • Helmingi færri fólksbílar

Á árunum 2002 til 2011 voru flutt inn ríflega 206.000 reiðhjól til landsins. Þótt sala á reiðhjólum hafi dalað í kjölfar hrunsins eru enn að bætast við hjólreiðaverslanir og -verkstæði á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Þessa dagana taka reiðhjólaverslanir við nýjum hjólasendingum og ljóst að þeir sem ætla að kaupa sér hjól hafa úr mikilli flóru að velja.

Flokkur: Íslenskt

Hjólastígur umhverfis Mývatn

VSÓ Ráðgjöf hefur tekið saman tillögu um samfellda hjólaleið umhverfis Mývatn.  Hjólaleiðin á að opna á möguleika hjólreiðafólks til að upplifa og ferðast um landslag og náttúru Mývatnssveitar út frá forsendum vistvænna samgangna og um leið að stuðla að öruggari umferð á þjóðvegum innan sveitarinnar.

Flokkur: Íslenskt

Umhverfisvænn ferðamáti

Í október 2010 samþykkti ríkisstjórn Íslands aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Sú áætlun er hugsuð sem trúverðug leið til að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Í henni kemur fram að ráðgert sé að Ísland dragi úr losun slíkra lofttegunda um 50-75 prósent til ársins 2050. Áætlunin inniheldur tíu lykilaðgerðir sem setja á í forgang til að mæta markmiðum íslenskra stjórnvalda í þessum efnum og alþjóðlegum skuldbindingum til ársins 2020. Ein af þeim aðgerðum inniheldur meðal annars eflingu hjólreiða í íslenskum samgöngum. Þar er mælt með fjárfestingu í hjólreiðastígum, en sú fjárfesting er talin borga sig með sparnaði í eldsneytiskostnaði. Stígagerð er þó ekki eina tillagan, heldur telja höfundar áætlunarinnar einnig nauðsynlegt að stuðlað sé að átaki til að efla hjólreiðar, þar sem aukin fræðsla og lægri umferðarhraði í ákveðnum götum eru höfð að leiðarljósi.