Hjólað til framtíðar 2012

Hjólað á köldum svæðum er leikur einn                

Hjólaráðstefnan Hjólum til framtíðar 2012 - rannsóknir og reynsla var haldin 21. september. Dagskrá og upptökur eru hér fyrir neðan.

Í ár var áherslan á það sem efst ber á baugi í heimi hjólavísindanna og reynslu þeirra sem hafa eflt hjólreiðar í sínu nærumhverfi. Rannsókn um Hjólreiðar á köldum svæðum er eitt lykilerinda ráðstefnunnar. Þar kemur fram að öflugasti hópur hjólreiðamanna borgarinnar Oulu er á aldrinum 15 – 25 árs og um 30% þeirra hjóla árið um kring allra sinna ferða í allt að -30° frosti. Til samanburðar hefur þessi hópur hjólandi verið nánast ósýnilegur á Íslandi.

Til landsins komu virtir vísindamenn með fyrirlestra, m.a. frá Bretlandi og Finnlandi. Einnig voru innlendar hjólatengdar rannsóknarniðurstöður og rannsóknir kynntar auk þess sem farið var yfir reynslu einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga af eflingu hjólreiða.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Jón Gnarr borgarstjóri og Dr. Ari Kristinn Jónsson rektor HR ávörpuðu ráðstefnuna. Þorsteinn Hermannsson samgönguverkfræðingur, var fundarstjóri.

Þetta er önnur ráðstefna Hjólafærni á Íslandi og Landssamtaka hjólreiðamanna sem haldin er í Evrópsku samgönguvikunni. Á síðasta ári héldum við Hjólum til framtíðar og nú er það Hjólum til framtíðar 2012 - rannsóknir og reynsla. Á næsta ári, 20. sept. 2013, verður það Hjólum til framtíðar 2013; réttur barna til hjólreiða.

Hjólum til framtíðar 2012; rannsóknir og reynsla, er samvinnuverkefni fjölmargra aðila. Hjólafærni á Íslandi og Landssamtök hjólreiðamanna skipuleggja ráðstefnuna í góðri samvinnu við Reykjavíkurborg, Vegagerðina, Landlæknisembættið, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Ferðamálastofu og fleiri góða aðila.

Allar nánari upplýsingar veitir Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastýra Hjólafærni á Íslandi í síma 864 2776 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Dagskrá Hjólum til framtíðar 2012 – rannsóknir og reynsla.

9.00 - 9.05··· Setning borgarstjóra, Jóns Gnarr.
Hjólaskálin afhent; viðurkenning fyrir framúrskarandi hjólaeflingu.
Myndupptaka
(afsakið hljóðgæðin á þessari upptöku)

9.05 – 9.50··· Where have we come from? Where are we going to? Academic· Cycling Research.
Peter Cox, Senior Lecturer in Sociology at the University of Chester, Great Britain.
Ágrip/Abstract
. Glærur/PresentationUpptaka/Recording.
(afsakið hljóðgæðin fyrstu 5 mínúturnar)

9.50 - 10.10··· Kaffihlé.

10.10 – 10.30··· Mat á gæðum hjólaleiða.
Davíð Arnar Stefánsson, meistaranemi í landafræði við Háskóla Íslands.
Ágrip
. GlærurMyndupptaka.

10.30 – 10.50··· Hjólað til og frá vinnu: Vísindaleg reynslusaga með ögn af tilfinningasemi.
Björn H. Barkarson, umhverfisfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf.
Ágrip. Glærur. Myndupptaka.

10.50 - 11.10··· Hjólað í vinnuna, rannsókn á meðal liðsstjóra keppninnar.
Jóna Hildur Bjarnadóttir, sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
Ágrip. Glærur. Myndupptaka.

11.10 - 11.30··· Hjólað í skólann – rannsókn á reiðhjólanotkun framhaldsskólanema og viðhorfi þeirra til hjólreiða. Bjarney Gunnarsdóttir, íþrótta- og hjólafærnikennari, B.S. í íþrótta- og heilsufræði.
Ágrip. Glærur. Myndupptaka.

11.30 - 11.50··· Áhrif umhverfisupplifunar á samgönguhjólreiðarfólk.
Harpa Stefánsdóttir, arkitekt FAÍ, doktorsnemi i skipulagsfrædi vid Norwegian University of Life Sciences.
Ágrip
. Glærur. Myndupptaka.

11.50 – 12.50··· Hádegismatur.

12.50 – 13.00··· Ávarp menntamálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur. 

13.00 – 13.40··· Winter cycling is an option.
Jaakko Ylinampa, Director, Lapland´s Centre for Economic Development, Transport and the Environment.
Ágrip/Abstract
. Glærur/Presentation. Myndupptaka/Recording.

13.40 - 14.00··· Allt á hreyfingu: Hjólreiðar og borgarrými.
Karl Benediktsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.
Ágrip. Glærur. Myndupptaka.

14.00 - 14.20··· Hjólastígar Reykjavíkurborgar – samstarf við Vegagerðina.
Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar.
Glærur. Myndupptaka.

14.20 - 14.35··· Samgöngusamningar – er þess virði að láta fjármuni í þetta? Reynslan hjá Matís. Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís.
Ágrip
. Glærur. Myndupptaka.

14.35 - 14.50··· Kaffihlé

14.50 – 15.30··· Pallborðsumræður: Hvernig eflum við hjólarannsóknir?  Hreinn Haraldsson Vegamálastjóri, Peter Cox dósent í félagsvísindum við háskólann í Chester, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skipulagsfræðingur og aðjúnkt við HR, Jaakko Ylinampa forstjóri við Lapland's Centre for Economic Development, Transport and the Environment og Harpa Stefánsdóttir, arkitekt FAÍ, doktorsnemi i skipulagsfræði.

15:30 - 15:40··· Samantekt; Þorsteinn Hermannsson.

15:40 – 15:50··· Réttur barna til að hjóla: Sesselja Traustadóttir og Morten Lange kynna ályktun Velo-City Global 2012 og Hjólum til framtíðar 2013 - virðum rétt barna til hjólreiða; á öllum aldri.

15:50 - 16:00··· Ráðstefnuslit, Dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR. 

16:00 - 17:00··· Móttaka í Ráðhúsinu.

Fundarstjóri var Þorsteinn Hermannsson, samgönguverkfræðingur hjá Mannviti.
Þorsteinn stýrði einnig pallborðsumræðunum.

 

Hljóðupptökur

Athugið að hljóðupptakan byrjaði ekki fyrr en 5 mínútur voru liðnar af erindi Peter Cox svo önnur upptaka í lakari gæðum er notuð framan af fyrstu erindunum.


50462616

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.