"Þú þarft ekki að vera Tour de France reiðmaður til að upplifa heilsufarsmun frá hjólreiðum. Þvert á móti! Með því að skipta um bílferðina í vinnuna fyrir hjólið urðu Bent og Holger 3 og 4 árum yngri að líkamsaldri á aðeins einum mánuði. Og þú getur gert það sama!"
Reykjavíkurborg leitar að þátttakendum í rannsókn sem greina mun umferðaröryggi- og upplifun. Þátttakendur eiga færi á að vinna gjafabréf að verðmæti 75.000 kr.
Samkvæmt frétt á vef Reykjavíkurborgar eru horfur á að 2024 verði gott hjólaár því tölur sýna að reiðhjólin voru nýtt betur í janúar en undanfarin ár.
Okkur hjá LHM er ljúft og skylt að kynna Hjólasöfnun Barnaheilla og hjálpa þeim við að vekja athygli á þessu verðuga verkefni. Hér er kynning frá samtökunum að neðan.
Á 60. fundi í Skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur þann 15. janúar 2020 var samþykkt fundargerð nafnanefndar Reykjavíkur um nöfn á nokkrum lykilstígum í borginni.
Undanfarið hafa birst a.m.k. þrjár fréttir [1,2,3] um að losaðar hafi verið festingar sem halda hjólum undir reiðhjólum hjá krökkum. Afleiðingin hefur verið að hjólin duttu undan og í tveimur tilvikum slasaðist barnið en slapp í því þriðja.
Í Barnablaði Morgunblaðsins er viðtal við nokkra hressa stráka í Þingunum í Kópavogi sem ganga í Vatnsendaskóla.
Búið er að leggja göngu- og hjólastíg með fjörunni milli Stokkseyri og Eyrarbakka. Efnt var til samkeppni um nafn á stíginn og varð nafnið Fjörustígur hlutskarpastur.
Í frétt á vef Eyjafjarðarsveitar kemur fram að Eyjafjarðarsveit hyggst leggja 7.200 metra langan hjólreiða- og göngustíg á milli Akureyrar og Hrafnagils sem hluta af verkefninu hjólreiða- og göngustígur í Eyjafjarðarsveit.
Í ár er 200 ára afmæli fyrsta farartækisins sem með sönnu er hægt að kalla reiðhjól. Það var 12. júní 2017 sem þýski barónin Freiherr Karl von Drais fór út að hjóla í fyrsta sinn á nýrru uppfinningu sinni.
Thorvaldsensfélagið færir Hjólað óháð aldri á Íslandi, hjól til gjafar inn í samnefnt verkefni 21. desember 2016. Afhendingin fer fram við Bazar Thorvaldsenfélagsins, á horni Austurstrætis og Ingólfstorgs.
Árlega sameinast heimsálfan okkar í Evrópsku samgönguvikunni, dagana 16. – 22. september og svo er einnig í ár. Á ensku ber vikan heitið European Mobility Week. Tilgangur samgönguvikunnar er að vekja athygli á vistvænum samgöngum og hvetja almenning til að nýta sér almenningssamgöngur, hjólreiðar og aðra vistvæna fararkosti.
Í frétt á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnaði tvær nýjar hjóla- og göngubrýr yfir Elliðaár mánudaginn 30. maí ásamt 350 metra hjóla- og göngustíg. Þessi mannvirki bætast við ört stækkandi hjólastígakerfi borgarinnar en framkvæmt er eftir hjólreiðaáætlun Reykjavíkur.
Í frétt á heimasíðu Reykjavíkurborgar 18. mars kemur fram að hreinsun hjólastíga sé hafin núna eftir að klakinn hvarf.
Borgarstjórn ákvað á fundi sínum 2. febrúar að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út verklegar framkvæmdir við Grensásveg. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar er sagt frá fyrirhuguðum breytingum á Grensásvegi sem á að ráðast í á þessu ári.
Page 1 of 13