Vinna að hefjast við Reykjaæðar í Ártúnsholti

Í frétt á vef Veita kemur fram að innan skamms hefjist framkvæmdir við seinni áfanga endurnýjunar Reykjaæða, stofnlagna hitaveitu, í Ártúnsholti. Um er að ræða um 500 m kafla frá mörkum byggðarinnar í Ártúnsholti að vestanverðu að austurenda hitaveitustokka yfir Elliðaárnar  sem sjá má á meðfylgjandi yfirlitsmynd framkvæmda.
 Framkvæmdir fyrri áfanga fóru fram á síðasta ári en þá voru endurnýjaðar lagnir frá gatnamótum Höfðabakka og Strengs, í gegnum byggð á Ártúnsholtinu og að Silunga- og Urriðakvísl.
 
Reykjaæðar eru flutningsæðar hitaveitu frá borholum í Mosfellsbæ að hitaveitugeymum í Öskjuhlíð. Tilgangur endurnýjunarinnar er að auka rekstraröryggi hitaveitunnar. Þessar meginflutningsæðar hitaveitunnar sjá um 40% alls höfuðborgarsvæðisins fyrir heitu vatni og eru komnar til ára sinna en þær voru lagðar á árunum 1974-1985. 
 
Eldri lagnirnar sem fjarlægja á eru stálpípur, einangraðar með steinull í steyptum stokkum. Í stað stokkanna, en eftir svipaðri leið, verða lagðar tvær foreinangraðar stálpípur og nýr göngustígur verður lagður að nokkru ofan á æðunum. 
 
Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið í október á þessu ári. Nokkuð rask verður við þessa nauðsynlegu framkvæmd og eru íbúar beðnir um að sýna því skilning.

Þeir sem hafa hjólað hitaveitustokkinn í Ártúnsbrekkunni vita að hann er frekar brattur, mjór og ósléttur og oft klakabrynjaður að vetrarlagi. Því ætti nýr stígur um Ártúnsbrekkuna að vera fagnaðarefni fyrir þá sem hjóla þessa leið.
 
 

 

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.