Athugasemdir LHM við forhönnun á endurgerð Hverfisgötu og Frakkastígs

Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur kynnti LHM tillögu að forhönnun að endurgerð Hverfisgötu og Frakkastígs þar sem gert er ráð fyrir lagningu hjólastígs. Tillögurnar eru dagsettar í september 2012.

LHM eru hlynnt fyrirhuguðum framkvæmdum. Þær samræmast stefnu LHM og bæta aðgengi fyrir hjólandi og breikka þann hóp sem mun geta hugsað sér að hjóla eftir Hverfisgötu. Þarna er verið að leggja til umbætur á aðstöðu í borgarumhverfi og er það fyrsta gatan sem breytt verður með þessum hætti og því skiptir miklu að vel takist til.

Athugasemdir LHM við tillögur að forhönnun eru hér í pdf skjali.

Tillögur Reykjavíkurborgar að forhönnun eru í teikningu hér og í teikningasetti hér (pdf 12 mb).

 

Endanleg framkvæmd er síðan kynnt hér á framkvæmdasjá á heimasíðu Reykjavíkurborgar.