Athugasemdir LHM við forhönnun á endurgerð Hverfisgötu og Frakkastígs

LHM eru hlynnt fyrirhuguðum framkvæmdum. Þær samræmast stefnu LHM og bæta aðgengi fyrir hjólandi og breikka þann hóp sem mun geta hugsað sér að hjóla eftir Hverfisgötu. Þarna er verið að leggja til umbætur á aðstöðu í borgarumhverfi og er það fyrsta gatan sem breytt verður með þessum hætti og því skiptir miklu að vel takist til.

Athugasemdir LHM við tillögur að forhönnun eru hér í pdf skjali.

Tillögur Reykjavíkurborgar að forhönnun eru í teikningu hér og í teikningasetti hér (pdf 12 mb).

 

Endanleg framkvæmd er síðan kynnt hér á framkvæmdasjá á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.