Landssamtök hjólreiðamanna, LHM, eru regnhlífasamtök hjólreiðafélaga á Íslandi sem beita sér fyrir hagsmunum alls hjólreiðafólks.
Tilgangur samtakanna er að efla hjólreiðar á Íslandi sem raunhæfan, umhverfisvænan og heilsusamlegan samgöngumáta og vera í forsvari fyrir hjólandi umferð.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að útbreiða og efla hjólreiðar sem samgöngumáta, fjölskylduvæna almenningsíþrótt, keppnisíþrótt og heilsusamlegan lífsmáta.
Samtökin beita sér fyrir hvers konar fræðslu- og kynningarstarfsemi í samstarfi við félög og áhugafólk á öllum aldri.
Aðildarfélög LHM eru:
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn (ÍFHK), vefur: fjallahjolaklubburinn.is
- Hjólreiðafélag Reykjavíkur (HFR), vefur hfr.is.
- Reiðhjólabændur: Facebook hópur
- Hjólafærni á Íslandi, vefur: hjolafaerni.is
- Hjólreiðafélag Akureyrar, vefur: hfa.is
- Hjólamenn, Facebook síða: hjolamenn
Allt félagsfólk þessara félaga eru fullgildir meðlimir LHM og með atkvæðisrétt á aðalfundum LHM. Þar að auki var árið 2012 opnað á beinar skráningar einstaklinga í LHM.
Tengsl við önnur samtök :
LHM var stofnað 1995 undir hatti ÍSÍ, tengd fyrirrennara núverandi Almenningsíþróttadeild ÍSÍ. LHM hefur tekið virkan þátt í undirbúningi Hjólað í vinnuna, sem Almenningsíþróttadeild ÍSÍ rekur, síðan upphafið í 2003.
Árið 2006 varð LHM fullgildur aðili að European Cyclists' Federation, Evrópusamtök hjólreiða til samgangna, ferðalaga og tómstunda. LHM eru meðal frumkvöðla þess að Evrópunet hjólaleiða, EuroVelo verði framlengt til Íslands, og leikur árin 2013-2014 lykilþátt í hið formlega umsóknarferli, ásamt aðilafélagi LHM, Hjólafærni. Stjórnarmenn LHM hafa sótt hjólaráðstefnur ECF, Velo-city, í nokkur skipti, en fyrst árið 2005.
LHM eiga aðild að Evrópusamtök hjólreiða, European Cyclists' Federation.
Fleiri íslensk hjólafélög :
Undir hatti ólympíu og afrekssviðs Íþrótta- og Óympíusambandi Íslands var sumarið 2014 svo einnig stofnað sérsamband um keppnishjólreiðar, Hjólreiðasamband Íslands, HRÍ. Fyrirrennari HRÍ var Hjólreiðanefnd ÍSÍ.
Einnig eru ýmsir óformlegir hópar á Íslandi sem snúa að hjólreiðum, ekki síst tengd hjólaíþróttum og -keppnum með tímatöku eða með öðrum hætti afreksmiðuð.
Heimilisfang og fleira:
Landssamtök hjólreiðamanna
Engjavegi 6
104 Reykjavík
Sími : 897 7450
Netfang:
Kennitala: 640399 2289
Reikningsnúmer : 0111-26-009021
Skoðanir greinahöfunda eru þeirra eigin og endurspegla ekki endilega skoðanir stjórnar, nefnda eða annarra meðlima eða aðildarfélaga LHM.
Sumar myndir vefsins og efni er varið af höfundarrétti þriðja aðila.
Getið heimilda þegar vitnað er í efni af þessum vef.