Ráðstefnuröðin Hjólum til framtíðar hófst í Samgönguviku 2011 og árlega þar til 2019. Ráðstefnurnar ár hvert hafa ákveðið grunn þema en láta sér allt tengt hjólreiðum varða. Frá upphafi höfum við reynt að taka upp erindin svo þau nái til sem flestra og lifi áfram. Hér höfum við safnað saman þessum upptökum og ásamt fleiri upptökum tengdum hjólreiðum.
Ráðstefnurnar voru haldnar af Hjólafærni á Íslandi og Landssamtökum hjólreiðamanna í samvinnu fjölda aðila.
Föstudaginn 20. september 2019 höldum við níundu ráðstefnu Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna undir heitinu Hjólum til framtíðar.
Meginþema ráðstefnunnar í ár er Göngum‘etta.
Meginþema ráðstefnunnar 2018 var Veljum fjölbreytta ferðamáta.
Meginþema ráðstefnunnar 2017 var ánægja og öryggi hjólandi vegfarenda með lausnamiðuðu ívafi fyrir léttflutninga í þéttbýli.
Áhersla ráðstefnunnar 2016 var tileinkuð hjólreiðum og náttúrunni í tilefni þess að hún var haldin á Degi íslenskrar náttúru.
Við buðum til landsins tveimur sérfræðingum frá Danmörku, Jesper Pørksen frá Danish Cycling Tourism, sem fjallaði um hjóla-ferðamennsku í Danmörku og Thomas Olesen framkvæmdastjóra sem fjallaði um mikilvægi uppbyggingar 100 km af stígum fyrir fjallahjóla í Viborg.
Megintilgangurinn með ráðstefnunni er að leggja rækt við virka vegfarendur, ánægjuaukandi hjólreiðar, samfélagsleg framlegð og lýðheilsuþátt hjólreiða og skoða umhverfið sem við bjóðum í lífvænni borg.
Við buðum til landsins Dorthe Pedersen frá Cyklin uden alder, sem er einstaklega hlýtt og skemmtilegt samfélagsverkefni og hefur sannarlega slegið í gegn í Danmörk og víðar.
Áherslan 2014 var á fjölbreyttar ferðavenjur.
Þrír fyrirlesarar komu erlendis frá en auk þeirra voru fjölmargir innlendir fyrirlesarar. Þeirra á meðal er Klaus Bondam, formaður dönsku hjólasamtakanna og fyrrum umhverfisborgarstjóri Kaupmannahafnar, Taco Anema frá Hollandi, frumkvöðull í hönnun og framleiðslu rafmagnshjóla og Hanne Bebendorf Scheller frá dönsku krabbameinssamtökunum með erindi um heilbrigði og samgöngur, lagt upp úr viðjum vanans.
Áherslan var á hvers vegna og hvernig best sé að styðja við hjólreiðar barna og ungmenna og reynslu af notkun reiðhjólsins í skóla- og frístundastarfi.
Tveir fyrirlesara komu erlendis frá en auk þeirra voru fjölmargir innlendir fyrirlesarar.
Tim Gill frá Bretlandi, sem m.a. heldur úti heimasíðunni Rethinking Childhood en hann er áhrifamikill talsmaður þess að veita börnum frelsi til að vera sjálfstæð innan borga og bæja. Erindi Tim Gills nefndist Cycling and mobility: happier and healthier children.
Trine Juncher Jørgensen frá dönsku hjólreiðasamtökunum (Dansk cyklistforbund). Erindi hennar nefndist How to get children riding bicycles? En í því fjallaði hún um mikilvægi þess að börn læri og venjist því að hjóla frá unga aldri og sagði frá velheppnuðum herferðum sem beint er að börnum á leik- og grunnskólaaldri í Danmörku.
Á Hjólum til framtíðar 2012 var áherslan á það sem efst bar á baugi í heimi hjólavísindanna og reynslu þeirra sem hafa eflt hjólreiðar í sínu nærumhverfi. Rannsókn um Hjólreiðar á köldum svæðum var eitt af lykilerindum ráðstefnunnar. Þar kom m.a. fram að öflugasti hópur hjólreiðamanna borgarinnar Oulu er á aldrinum 15 – 25 árs og um 30% þeirra hjóla árið um kring allra sinna ferða í allt að -30° C frosti. Til samanburðar hefur þessi hópur hjólandi verið nánast ósýnilegur á Íslandi.
Til landsins komu virtir vísindamenn með fyrirlestra, m.a. frá Bretlandi og Finnlandi. Einnig voru innlendar hjólatengdar rannsóknarniðurstöður og rannsóknir kynntar auk þess sem farið var yfir reynslu einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga af eflingu hjólreiða.
Málþingið var liður í verkefninu Hjólaleiðir á Íslandi sem er samstarfsverkefni fjölmargra aðila, um að skilgreina landsnet hjólaleiða á Íslandi og fleira því tengt. Fjallað var m.a. um hver staðan er á Íslandi og hvað við þurfum að gera til að geta nýtt þessi tækifæri.
Í upphafi samgönguviku í ár, þann 16. september 2011, stóðu Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi fyrir ráðstefnu með yfirskriftina Hjólum til framtíðar. Ráðstefnan var haldin í Iðnó í miðborg Reykjavíkur. Áhersla ráðstefnunnar var á hvernig stuðla megi að auknum hjólreiðum, hver staðan sé á Íslandi og hvert stefnan sé tekin.
Þrír erlendir fyrirlesarar komu til landsins vegna ráðstefnunnar en auk þeirra fluttu Íslenskir fyrirlesarar erindi. Þar á meðal var innanríkisráðherra sem ávarpaði ráðstefnuna og tók þátt í pallborðsumræðum.