Hjólum til framtíðar 2018 - Veljum fjölbreytta ferðamáta

Föstudaginn 21. september 2018 höldum við áttundu ráðstefnu Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna undir heitinu Hjólum til framtíðar.

Meginþema ráðstefnunnar í ár er Veljum fjölbreytta ferðamáta.

Tveir erlendir fyrirlesarar verða með okkur í ár, auk fjölda innlendra erindreka.

Sílvia Casorrán frá Barcelona segir okkur frá baráttunni um borgarbreytinguna, þegar ráðist var í að gera Poblenou Superblock. Hatramar deilur og mikil átök brutust út þegar ákveðið var að gera svæðið lífvænt fyrir gangandi vegfarendur með því að draga úr umferð á svæðinu, fjarlægja bílastæði og færa fólkinu í hverfinu ný útivistarrými. Kunnuglegt stef fyrir þá sem fylgst hafa með þróun göngugatna í Reykjavík á síðustu árum. https://youtu.be/jq2yd4QgL5I

Frá grönnum okkar Írum kemur Damien O'Tuama og segir frá þróun samgönguhjólreiða í Dublin og hvernig hjólreiðasamtök þar hafa unnið með yfirvöldum og almenningi að jákvæðri þróun í hjólamenningu. 

Af innlendum vettvangi verður skautað um öryggi og hönnun hjólamannvirkja, fáum kynningar frá nýjum meirihlutum sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu á þeirra áherslum í garð hjólandi og gangandi vegfarenda, kynnumst fjölmörgum merkum hjólaviðburðum, nýir vinnustaðir útskrifast í Hjólavottun og Hjólaskálin verður afhent.

Umhverfis- og auðlindaráðherra ávarpar ráðstefnuna kl. 13.

Að lokum ætlar Ari Eldjárn að skauta um leyndakima glettninnar af sinni alkunnu snilld.

Fyrir ráðstefnuna bjóða Hjólafærni og LHM uppá rólega hjólaferð fimmtudaginn 20. sept kl. 18 frá Eiðistorgi. Ætlunin er að skoða aðstæður fyrir hjólreiðar á Seltjarnarnesi og það sem helst veldur núningi milli vegfarendahópa á nesinu. Við hjólum svo um vesturbæinn og endum í góðri súpu á Loft hostel í Bankastræti í boði Farfugla um kL. 19.30. Árni Davíðsson leiðir hjólaferðina.

 

Dagskrá:  Hjólum til framtíðar 2018 - dagskrá

Hvar: Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi kl. 10
          Hjólað verður frá Bakarameistaranum Suðurveri kl. 9 á ráðstefnuna.

Hvenær: 21. september 2018, klukkan 10 (á Seltjarnarnesi) til 16

Tengiliður: Sesselja Traustadóttir, s. 864 2776 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Upptökur og útsending á netinu:
Ráðstefnan var send út á Facebook síðu LHM og einnig tekin upp. Upptökur verða settar inn á YouTube rás LHM og hér með dagskránni við fyrsta tækifæri en hægt er að horfa á upptöku beinu útsendingarinnar hér: Fyrir hádegishlé og eftir hádegishlé