
200 ára afmæli reiðhjólsins - 12. júní.
Í ár er 200 ára afmæli fyrsta farartækisins sem með sönnu er hægt að kalla reiðhjól. Það var 12. júní 2017 sem þýski barónin Freiherr Karl von Drais fór út að hjóla í fyrsta sinn á nýrru uppfinningu sinni.
Í ár er 200 ára afmæli fyrsta farartækisins sem með sönnu er hægt að kalla reiðhjól. Það var 12. júní 2017 sem þýski barónin Freiherr Karl von Drais fór út að hjóla í fyrsta sinn á nýrru uppfinningu sinni.
Þeir sem hjóla til samgangna í Englandi eru fjórum sinnum líklegri til að ná markmiðum breskra stjórnvalda um daglega hreyfingu, sem er 150 min hreyfing á viku.
Nú er vinsælt hjá ástríðufullum hjólreiðamönnum að taka upp ferðir sínar og birta á vefnum myndskeið af ýmsum uppákomum. Sumir skrá jafnvel niður hraða hjólsins og varpa inn á myndbandið. Þá vantar kannski bara að skrá hversu vel bílarnir viku fyrir viðkomandi en tæki sem skrá slíkt eru ekki jafn aðgengileg og myndavélar.
Hvenær má byrja að hjóla með ungabörn? Hvernig er best að búa að þeim á hjólinu? Er betra að láta börn hjóla sjálf eða festa hjól þeirra við hjól fullorðins með armi? Þessar spurningar og margar aðrar er fjallað um í nýjum bækling um hjólreiðar fyrir fjölskyldufólk sem samgönguyfirvöld í Portland borg gáfu út.
Út er komin skýrsla á Skemmunni eftir Huldu Dagmar Magnúsdóttur um nemendaverkefni hennar í Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands um hegðun fólks á bílaplönum, sem er partur af bílamenningunni í Reykjavík. Salvör Jónsdóttir og Guðrún Gísladóttir voru leiðbeinendur.
Nýjustu tölur má finna í könnuninni Ferðir íbúa höfuðborgarsvæðisins sem sýna enn meiri hjólreiðar. Af þeim 4.853 sem svöruðu hjóluðu 61% og þar af 12,4 % allt árið. Á sumum svæðum var hlutfall þeirra sem hjóla allt árið mun hærra; Miðbær og Tún 20%, Hagar, Melar og Nes 17%, Múlar og Sund 16%.
Götunum sem lokað var í miðbæ Reykjavíkur breytast úr ferðaleiðum í aðlaðandi staði samkvæmt rannsóknarhópnum Borghildi eins og kom fram í frétt Stöðvar 2. Borghildur stóð fyrir viðhorfskönnun um göngugötuna Laugaveg í lok júní. „Athygli vakti að nokkrir rekstraraðilar sem voru á móti tilrauninni tóku sérstaklega fram að þetta myndi líklega ekki hafa neikvæð áhrif á þeirra eigin rekstur en að þeir væru engu að síður á móti tilrauninni til að sýna samhug með öðrum rekstraraðilum.“