Fréttir, umfjöllun, rannsóknir og fl. tengt  málefnum  hjólandi fólks.

Flokkur: Fróðleikur

200 ára afmæli reiðhjólsins - 12. júní.

Í ár er 200 ára afmæli fyrsta farartækisins sem með sönnu er hægt að kalla reiðhjól. Það var 12. júní 2017 sem þýski barónin Freiherr Karl von Drais fór út að hjóla í fyrsta sinn á nýrru uppfinningu sinni. 

Flokkur: Fróðleikur

Hversu vel víkja bílarnir við framúrakstur?

Nú er vinsælt hjá ástríðufullum hjólreiðamönnum að taka upp ferðir sínar og birta á vefnum myndskeið af ýmsum uppákomum. Sumir skrá jafnvel niður hraða hjólsins og varpa inn á myndbandið. Þá vantar kannski bara að skrá hversu vel bílarnir viku fyrir viðkomandi en tæki sem skrá slíkt eru ekki jafn aðgengileg og myndavélar.

Flokkur: Fróðleikur

Hjólum með börnin

Hvenær má byrja að hjóla með ungabörn? Hvernig er best að búa að þeim á hjólinu? Er betra að láta börn hjóla sjálf eða festa hjól þeirra við hjól fullorðins með armi? Þessar spurningar og margar aðrar er fjallað um í nýjum bækling um hjólreiðar fyrir fjölskyldufólk sem samgönguyfirvöld í Portland borg gáfu út.

Flokkur: Fróðleikur

Bílamenning í Reykjavík. Hegðun fólks á bílaplönum

Út er komin skýrsla á Skemmunni eftir Huldu Dagmar Magnúsdóttur um nemendaverkefni hennar í Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands um hegðun fólks á bílaplönum, sem er partur af bílamenningunni í Reykjavík. Salvör Jónsdóttir og Guðrún Gísladóttir voru leiðbeinendur.

Flokkur: Fróðleikur

61% hjóla á höfuðborgarsvæðinu og þar af 12,4 % allt árið

Nýjustu tölur má finna í könnuninni Ferðir íbúa höfuðborgarsvæðisins sem sýna enn meiri hjólreiðar. Af þeim 4.853 sem svöruðu hjóluðu 61% og þar af 12,4 % allt árið. Á sumum svæðum var hlutfall þeirra sem hjóla allt árið mun hærra;  Miðbær og Tún 20%, Hagar, Melar og Nes 17%, Múlar og Sund 16%.

Flokkur: Fróðleikur

Borghildur rannsakar mannlífið í miðbænum

Götunum sem lokað var í miðbæ Reykjavíkur breytast úr ferðaleiðum í aðlaðandi staði samkvæmt rannsóknarhópnum Borghildi eins og kom fram í frétt Stöðvar 2. Borghildur stóð fyrir viðhorfskönnun um göngugötuna Laugaveg í lok júní. „Athygli vakti að nokkrir rekstraraðilar sem voru á móti tilrauninni tóku sérstaklega fram að þetta myndi líklega ekki hafa neikvæð áhrif á þeirra eigin rekstur en að þeir væru engu að síður á móti tilrauninni til að sýna samhug með öðrum rekstraraðilum.“