Hversu vel víkja bílarnir við framúrakstur?

Nú er vinsælt hjá ástríðufullum hjólreiðamönnum að taka upp ferðir sínar og birta á vefnum myndskeið af ýmsum uppákomum. Sumir skrá jafnvel niður hraða hjólsins og varpa inn á myndbandið. Þá vantar kannski bara að skrá hversu vel bílarnir viku fyrir viðkomandi en tæki sem skrá slíkt eru ekki jafn aðgengileg og myndavélar.

Það eru mun betri aðferðir til að skrásetja slíkt en að hjóla um með risa reglustriku eins og í myndinni hér fyrir ofan. Dr. Ian Walker smíðaði slíkt tæki með nokkrum nokkuð stöðluðum hlutum til að nota við rannsóknir sínar á umferðaröryggi. Á heimasíðu sinni birtir hann leiðbeiningar fyrir aðra sem vilja setja tækið saman ásamt tilheyrandi hugbúnaði. Tækið er búið lítilli Arduino tölvu og notar hátíðnihljóðmerki til að mæla fjarlægðina.

Það væri fróðlegt að sjá hversu vel Íslendingar víkja fyrir hjólandi umferð við mismunandi aðstæður.

Endilega látið okkur vita ef einhver er til í að setja svona tæki saman.

Fjarlægðar skrásetningartæki: http://drianwalker.com/overtaking/buildasensor.html

 

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.