Hjólaævintýri Höfuðborgarsvæðisins

Það er frábært að hjóla um Höfuðborgarsvæðið. Í tilefni af Samgönguviku tengjum við saman sveitarfélögin laugardaginn 17. september í þremur hjólalestum sem hjóla frá bæjarskrifstofunum í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Reykjavík og Mosfellsbæ.

Það er tilvalið að slást í för í góðu veðri og upplifa það að hjóla saman á þessum góðu stígum sem nú tengja saman allt höfuðborgarsvæðið.

A. Lest frá Seltjarnarnesi. Fer frá bæjarskrifstofunum (Austurströnd 2) kl. 14:00 til Reykjavíkur.
Frá Ráðhúsi Reykjavíkur (Tjarnargötu 11) fer hún kl. 14:25 á áfangastað við Vatnsveitubrúnna í Elliðaárdal.

B. Lest frá Hafnarfirði. Fer frá bæjarskrifstofunum (Strandgötu 6) kl. 13:30 í Garðabæ.
Frá bæjarskrifstofunum í Garðabæ (Garðatorgi 7) fer hún kl. 13:55 í Kópavog.
Frá bæjarskrifstofunum í Kópavogi (Digranesvegi 1) fer hún kl. 14:20 á áfangastað við Vatnsveitubrúnna í Elliðaárdal.

C. Lest frá Mosfellsbæ. Fer frá bæjarskrifstofunum (Þverholti 2) kl. 14:00 sem leið liggur á áfangastað við Vatnsveitubrúnna í Elliðaárdal.

Lestirnar hittast við Vatnsveitubrúnna í Elliðaárdal (sunnan við Árbæjarlaug). Áætlaður komutími lestanna er 15:00 til 15:10. Þar verður boðið upp á frían ís frá Skúbb og kleinur og svala. Við klippum síðan á borða og opnum nýjan hjólastíg sem liggur um Elliðaárdalinn.

Evrópska samgönguvikan er haldin árlega dagana 16.-22. september. Að þessu sinni undir yfirskriftinni Breyttar ferðavenjur. Markmiðið er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og fjölga þeim sem ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur.

Nánari upplýsingar veita Sesselja s. 864 2776, Árni s. 8629247 og Birgir s. 699 1357 og á Facebook viðburðinum: Hjólaævintýri Höfuðborgarsvæðisins

Hjólafærni, Fjallahjólaklúbburinn, Landssamtök hjólreiðamanna, Reiðhjólabændur, sveitafélög og ráðuneiti standa að viðburðinum.

(uppfært 15/9 2022)
 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.