Evrópsk samgönguvika 16. - 22. sept. 2021

Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í Evrópskri samgönguviku, samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. 
Hún er haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft. Yfirskriftin árið 2021 er: Veljum grænu leiðina – fyrir umhverfið og heilsuna. 
 
Frekari upplýsingar um Evrópska samgönguviku á Íslandi má finna á Facebook-síðu vikunnar. Nánar má lesa um átakið á www.mobilityweek.eu. Merki á samfélagsmiðlum eru t.d. #MobilityWeek og #Samgönguvika. Viðburðir sveitarfélaganna í samgönguviku eru á heimasíðum þeirra. Bíllausi dagurinn er haldinn 22. september og þá verður frítt í strætó.
 
Landssamtök hjólreiðamanna ætla að standa fyrir viðburði í samgönguviku í samvinnu við Kópavogsbæ og Smáralind laugardaginn 18. september, sem er hjólaferð til að skoða aðstöðu fyrir hjólandi í Kópavogi. Þetta verður fyrsta ferðin í laugardagsferðum LHM í vetur. 
 
Við ætlum að hittast kl. 10:00 á Hálsatorgi í Hamraborg, sem er opna torgið milli bæjarskrifstofurnar og heilsugæslunnar. Þaðan leggjum við af stað kl. 10:15 og hjólum um Digraneshálsinn, Fossvogsdal, Kársnesið og meðfram Fífuhvammsvegi í Smáralind þar sem við skoðum glæsilega nýja hjólageymslu fyrir viðskiptavini. Þaðan verður farið í Kópavogsdal og aftur í Hamraborg. Ferðinni lýkur um kl. 13 við Hálsatorg. Það er allir velkomnir í ferðina á öllum farartækjum sem eru leyfð á stígum. Reiðhjól, rafhjól, rafskutlur, rafskútur o.s.frv.
 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Nýjustu umsagnir LHM og önnur skjöl