Ég hjóla - ljósmyndasamkeppni rvk.is

eg_hjola_1Reykjavíkurborg stendur fyrir skemmtilegri ljósmyndakeppni í tilefni Samgönguviku - PG:


Samgönguvika hefst í dag og af því tilefni verður efnt til ljósmyndasamkeppni sem nefnist ,,Ég hjóla". Samkeppnin fer fram á Facebook og geta allir tekið þátt.
Líkaðu við (lækaðu) síðuna okkar á Facebook deildu mynd(um) af þér og hjólinu þínu á vegginn okkar og þú gætir unnið glæsilegt reiðhjól, árskort í sund og/eða árskort í strætó.

Tekið er við myndum í keppnina á meðan á Samgönguviku í Reykjavík stendur (til kl. 23.59 fimmtudaginn 22. september). Myndir sem berast eftir þann tíma eru ekki gjaldgengar í keppnina. Sú mynd sem hefur fengið flest "líkar við" kl. 16.00 þriðjudaginn 27. september ber sigur úr býtum.

1. verðlaun - reiðhjól að verðmæti 100.000 kr. frá reiðhjólaversluninni Erninum, árskort í sundlaugar ÍTR og árskort í strætó.
2. verðlaun - árskort í sundlaugar ÍTR og árskort í strætó.
3. verðlaun - árskort í sundlaugar ÍTR og árskort í strætó.

Fyrst þarftu að "Líka við" síðuna svo smellir þú á "Mynd" efst á veggnum okkar, velur þar "Hlaða inn mynd", finnur svo myndina í tölvunni þinni, segir jafnvel eitthvað um myndina og smeillir á "Deila".


Uppruni: http://reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-757/521_read-28142/
Mynd: © Páll Guðjónsson

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.