Á miðvikudögum verður í haust svokallað hjólerí, en þá kennir Sesselja Traustadóttir hjólagúrú nemendum í 6. og 7. bekk hvernig á að laga hjól, s.s. smyrja, gera við sprungin dekk, bilaða gíra og lausar keðjur. Í útikennslu fara nemendur einnig með kennurum gangandi eða hjólandi um Fossvogsdalinn eða jafnvel í lengri ferðir. Áhersla er lögð á að nemendur noti hjálma og gæti fyllstu varúðar í umferðinni.
Hjólerí í Fossvogsskóla fellur að þessu sinni saman við samgönguviku, sem einmitt gengur út á að hvetja fólk til að nýta sér vistvænan ferðamáta. Því má fullyrða að nemendur í Fossvogsskóla séu samborgurum sínum sönn fyrirmynd.