Hjólalest frá Lækjartorgi kl15. 24.sept

mp-web-logo-enFRÊTTATILKYNNING :   Í dag 24 september í framhaldi af Evrópskri Samgönguviku er viðburðurinn Moving Planet ( Virkar samgöngur ) haldinn í  Reykjavík og í Sólheimum í Grímsnesi.  Heimsviðburðurinn Moving Planet státar af þúsundum viðburða í um 180 löndum. Reykjavík verður sennilega nyrsta borgin þar sem auglýstur atburður fer fram.  Hjólalest fer af stað frá Lækjartorgi laust eftir kl. 15. Með í för eru meðal annars hjólalög og 6 svartar blöðrur, 6 gular.

 

Sex gular blöðrur munu tákna jákvæð áhrif frá einu reiðhjóli en 3 +3 svartar blöðrur munu tákna neikvæð áhrif frá tveimum bílum sem aka sömu vegalengd og reiðhjólið fer.

Samfélagið sparar um 26 krónur fyrir hvern kílómter sem hjólaður er, á meðan samfélagið tapar 15 krónum fyrir hvern km sem ekinn er á bíl. Þetta kom fram í fyrirlestri Þorsteins Hermannssonar, sérfræðingi Innanríkisráðuneytisins á ráðstefnunni "Hjólum til framtíðar". (*)

Samkvæmt ráðgjafafyritækinu COWI eru það neikvæð heilsuáhrif mengunar bíla, umferðaröngþveitis og árekstra sem vega þyngst í þessum tölum, og jákvætt fyrir hjólreiðar er það heilsubótin sem felst í virkum ferðamáta.

Svipaðir útreikningar hafa íslensk yfirvöld gert í tengslum við mat á hagkvæmustu leiðunum til þess að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda. Bæði til skamms og til langs tíma eru auknar hjólreiðar meðal lang-hagkvæmustu leiðanna, og fela í sér ábata fyrir samfélagið.
Með hjólreiðum sláum við ótrúlega margar feitar flugur í einu höggi. Allir geta fundið sér sína uppáhaldsástæðu til að efla hjólreiðar !

 

HORFUM TIL FRAMTÍÐAR – Verum sjálfbjarga og eflum sjálfbærri þróun: 
"Krakkar þurfa að kynnast reiðhjólinu í skólanum. Þeim finnst gaman og þeim öðlast frelsi þegar þau læra hvað hlutir heita, að gera við sprungið dekk, að nota gírana og annað sem fellur undir Hjólafærni. Smellpassar með öðru námsefni, og mjög hentugt í útikennslu" – Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastýra Hjólafærni á Íslandi, fræðasetur um hjólreiðar.

"Það er grundvallarkrafa að ríki og sveitarfélög dragi úr neikvæða mismunun í garð hjólreiða. Í fyrsta lagi þá bera umferðarlög og mannvirki keim af mismunun. Í öðru lagi eru til öfugir grænir hvatar. Yfirvöld ættu að leitast við að koma á samgöngustefnu og samgöngusamninga við starfsmenn sem viðast, því við græðum öll á því. Fyrirtækið Mannvit og Fjölbraut í Ármúla réðu á vaðið fyrir nokkrum árum, og starfsmenn nokkurra ráðuneyta njóta sömuleiðis góðs af samgöngusamningum" – Morten Lange, stjórnarmmaður í Landssamtökum hjólreiðamanna

-- ENDIR --
Tími : Laugardagur 24. september kl 15
Staður : Lækjartorg, og hjólað eftir Laugaveg, um miðbæ og svo út um borgina
Hvað : Hjólað í hópi til að vekja athygli á hjólreiðum sem lausn,
meðal annars við að draga úr mengun og kostnaði tengd um,ferð í þéttbýli.

ATH : Í um 180 löndum um allan heim eru svipaðir atburðir á morgun.

Sjá moving-planet.org
* Þar má meðal annars sjá kort af öllum skráðum atburðum. Til dæmis er tugur atburða bara í Boston.
* Þar eru myndbönd, myndir, bakgrunnsupplýsingar og lýsingar á atburðum.

Atburðurinn í Reykjavík :
http://www.facebook.com/event.php?eid=126518387446400
http://www.moving-planet.org/events/is/lækjartorg/639

Veðurútlitið er gott :
http://www.belgingur.is/stadarspar/#
http://www.yr.no/place/Iceland/Capital_Region/Reykjavik/hour_by_hour.html

(*) Erindi Þorsteins Hermannssonar má finna hér, ásamt fleiri erindum :
http://lhm.is/lhm/frettir/721-hjolum-til-framtidar-radstefna-20110916

Tengiliðir : Morten Lange s.8977450, Sesselja Traustadóttir s.8642776,
bæði í stjórn hjólreiðasamtaka, aðilar í Landvernd o.m.fl.

 

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.