
Skylda eða skynsemi?
Birgir Birgisson , stjórnarmaður í Landssamtökum hjólreiðarmanna, fjallar um af hverju það er slæm hugmynd að leiða í lög hjálmskyldu fyrir allt hjólreiðafólk að 18 ára aldri.
Eftir tæpa 4 áratugi með nánast óbreytt umferðarlög er útlit fyrir að loksins takist að ljúka heildarendurskoðun þessa mikilvæga lagabálks. Margt gott er að finna í frumvarpinu sem um þessar mundir er til umræðu á Alþingi en eitt atriði sérstaklega er þó allrar gagnrýni vert.