Síðastliðinn október hittust ráðherrar samgöngumála Evrópusambandsríkja í Lúxemborg og sömdu yfirlýsingu um hjólreiðar sem loftslagsvænan samgöngumáta, „Cycling as a climate friendly Transport Mode“. Efni þessarar greinar byggist á því sem þar kom fram auk efnis frá heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umferðaröryggi og Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál. Við vitum að samfélagið græðir á hjólreiðum. Börn sem hjóla í skóla einbeita sér betur en þau sem er skutlað. Starfsmenn sem hjóla í vinnuna eru sjaldnar veikir. Því fleiri hjólreiðamenn þeim mun öruggari verða hjólreiðar. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO myndi ótímabærum dauðsföllum fækka um meira en 100.000 á ári í Evrópusambandinu ef allir myndu hjóla eða ganga í 15 mínútur aukalega á dag. Þeir sem ekki hjóla sjálfir græða á hjólreiðum með færri umferðarhnútum, minni mengun og hávaða og sparnaði í umferðarmannvirkjum og heilbrigðiskerfinu.
Í fyrra greindi afrekshjólreiðamaðurinn Ivan Basso frá því að hann hefði greinst með krabbamein í eistum en Lance Armstrong greindist einnig með það árið 1996. Í kjölfar þess að tveir þekktir afrekshjólreiðamenn úr Tour de France veiktust höfðu menn eðlilega áhyggjur af því að hjólreiðar væri áhættuþáttur. Svo reyndist ekki vera[i]. Aldur mannanna hafði meira að segja. Krabbamein í eistum er sjaldgæfur sjúkdómur sem greinist oftast hjá körlum á aldrinum 15 til 34 ára og hægt er að lækna flestar gerðir krabbameins í eistum jafnvel þó það greinist á háu stigi.
Umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar, Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands og Arkitektafélag Íslands stóðu fyrir opnum fyrirlestri Dr. Hörpu Stefánsdóttur 23. janúar 2015. Fyrirlesturinn byggði á doktorsritgerð Hörpu sem nefnist á ensku “Pleasureable cycling to work -Urban spaces and the aesthetic experiences of commuting cyclists.” Harpa varði doktorsritgerðina 24. október 2014 við Norges miljø- og biovitenskapelige universitet (NMBU).
Frá fyrstu ráðstefnu Hjólum til framtíðar, sem haldin var 2011, hafa Hjólafærni á Íslandi og Landssamtök hjólreiðamanna, tilnefnt handhafa Hjólaskálarinnar.
Þeir sem áður hafa hlotið Hjólaskálina, eru:
Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi stóðu fyrir jákvæðu átaki í dag til að hvetja fólk til að huga að ljósabúnaði reiðhjólsins. Fylgst var með ljósabúnaði þeirra sem leið áttu framhjá og ef vantaði ljós að framan eða aftan var því kippt í liðinn á staðnum af vösku liði sjálfboðaliða sem settu ljós á hjólin. Það tók þó dágóðastund að koma öllum ljósunum út því flestir voru alveg til fyrirmyndar í umferðinni.
Vegna fréttar RÚV "Ekki hjóla á Kjalarnesi eða Hellisheiði" vilja Landssamtök hjólreiðamanna taka fram að ekki er rétt eftir haft í fréttinni. Samtökin hafa alls ekki beint þeim tilmælum til hjólreiðafólks að það hjóli ekki Kjalarnesið eða Hellisheiðina. Þarna virðist eitthað hafa skolast til í fréttinni.
Hér má sjá þann hönnunarstaðal sem Reykjavíkurborg hefur að mestu stuðst við frá 2001. Eins og sjá má höfðu bæði Fjallahjólaklúbburinn og Landssamtök hjólreiðamanna áhrif á endanlegu útkomuna. Enda var útkoman nokkuð sem mikil sátt hefur ríkt um.
Innanríkisráðuneytið og Vegagerðin héldu málþing 20. mars 2013 um samgöngumál og almenningssamgöngur. Þar velti m.a. Þorsteinn R. Hermannsson, samgönguverkfræðingur hjá Mannviti upp í sínu erindi spurningunni „Samgöngustefna fyrirtækja: Hvað er hún og hverju skilar hún?“. Varðandi hjólreiðar kynnti hann afar athyglisverða útreikninga:
Page 2 of 11