Flokkur: Pistlar

Hjólreiðar og krabbamein

Í fyrra greindi afrekshjólreiðamaðurinn Ivan Basso frá því að hann hefði greinst með krabbamein í eistum en Lance Armstrong greindist einnig með það árið 1996. Í kjölfar þess að tveir þekktir afrekshjólreiðamenn úr Tour de France veiktust höfðu menn eðlilega áhyggjur af því að hjólreiðar væri áhættuþáttur. Svo reyndist ekki vera[i]. Aldur mannanna hafði meira að segja. Krabbamein í eistum er sjaldgæfur sjúkdómur sem greinist oftast hjá körlum á aldrinum 15 til 34 ára og hægt er að lækna flestar gerðir krabbameins í eistum jafnvel þó það greinist á háu stigi.

Meira
Flokkur: Pistlar

Ánægjulegar samgönguhjólreiðar: Borgarrými og gildi fegurðarupplifunar

Umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar, Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands og Arkitektafélag Íslands stóðu fyrir opnum fyrirlestri Dr. Hörpu Stefánsdóttur 23. janúar 2015. Fyrirlesturinn byggði á doktorsritgerð Hörpu sem nefnist á ensku “Pleasureable cycling to work -Urban spaces and the aesthetic experiences of commuting cyclists.”  Harpa varði doktorsritgerðina 24. október 2014 við Norges miljø- og biovitenskapelige universitet (NMBU).

Meira
Flokkur: Pistlar

Vínbúðin hlaut Hjólaskálina í ár

Frá fyrstu ráðstefnu Hjólum til framtíðar, sem haldin var 2011, hafa Hjólafærni á Íslandi og Landssamtök hjólreiðamanna, tilnefnt handhafa Hjólaskálarinnar.

Þeir sem áður hafa hlotið Hjólaskálina, eru:

Meira
Flokkur: Pistlar

Láttu ljós þitt skína

Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi stóðu fyrir jákvæðu átaki í dag til að hvetja fólk til að huga að ljósabúnaði reiðhjólsins. Fylgst var með ljósabúnaði þeirra sem leið áttu framhjá og ef vantaði ljós að framan eða aftan var því kippt í liðinn á staðnum af vösku liði sjálfboðaliða sem settu ljós á hjólin. Það tók þó dágóðastund að koma öllum ljósunum út því flestir voru alveg til fyrirmyndar í umferðinni.

Meira
Flokkur: Pistlar

Hjólastæði fyrir Reykjavíkurborg - hjólagrindur

Hér má sjá þann hönnunarstaðal sem Reykjavíkurborg hefur að mestu stuðst við frá 2001. Eins og sjá má höfðu bæði Fjallahjólaklúbburinn og Landssamtök hjólreiðamanna áhrif á endanlegu útkomuna. Enda var útkoman nokkuð sem mikil sátt hefur ríkt um.

 

Meira
Flokkur: Pistlar

Hjólreiðar forða fimm dauðsföllum árlega

Innanríkisráðuneytið og Vegagerðin héldu málþing 20. mars 2013 um samgöngumál og almenningssamgöngur. Þar velti m.a. Þorsteinn R. Hermannsson, samgönguverkfræðingur hjá Mannviti upp í sínu erindi spurningunni „Samgöngustefna fyrirtækja: Hvað er hún og hverju skilar hún?“. Varðandi hjólreiðar kynnti hann afar athyglisverða útreikninga:

Meira
Flokkur: Pistlar

Fundin reiðhjól á Pinterest

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu opnaði í ársbyrjun Pinterest síðu með myndum af reiðhjólum og öðrum óskilamunum sem rata í geymslur hennar. Þetta auðveldar fólki verulega að svipast um eftir hjólum og öðru sem glatast og gæti hafa ratað í óskilamunageymslu lögreglunnar.

Meira