Flokkur: Pistlar

Fundin reiðhjól á Pinterest

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu opnaði í ársbyrjun Pinterest síðu með myndum af reiðhjólum og öðrum óskilamunum sem rata í geymslur hennar. Þetta auðveldar fólki verulega að svipast um eftir hjólum og öðru sem glatast og gæti hafa ratað í óskilamunageymslu lögreglunnar.

Flokkur: Pistlar

Innflutningur reiðhjóla

Í þessum pistli er ætlunin að fjalla um innflutning reiðhjóla. Líka verður fjallað um innflutning fólksbíla og innflutning á rafskutlum og öðrum rafmagnshjólum. Að síðustu verður rætt um verðmæti innflutningsins og meðalverð hjólanna.

Flokkur: Pistlar

Snjómokstur í Kópavogi

Nýverið kom upp umræða á hópnum Samgönguhjólreiðar á Facebook um snjómokstur í Kópavogi eftir að íbúi þar sendi inn ábendingu til bæjarins. Mbl.is birti síðan frétt um málið. Viðbrögð starfsmanns Kópavogsbæjar sýnir hvað það er brýnt að starfsmenn sveitarfélaga séu fræddir um stefnumál sveitarfélaganna svo þeir starfi í samræmi við þau. Annars geta fordómar allt of oft ráðið för.

Flokkur: Pistlar

Kort yfir reiðhjólaþjónustu og almenningssamgöngur

Hjólafærni á Íslandi og Hugarflug hafa lokið við 1. útgáfu af reiðhjólaþjónustukorti fyrir Ísland með aðgengilegum upplýsingum um reiðhjólaþjónustu og allar almenningssamgöngur á Íslandi. Kortið er gefið út á ensku og hugsað fyrir þá sem kjósa að ferðast hjólandi um Ísland.

Saman á götunum
Flokkur: Pistlar

Saman á götunum

Þessi veggspjöld eru hluti af herferð fyrir auknu umferðaröryggi í Singapore um þessar mundir. Við vorum svo hrifin af þeim að við fengum hönnuðinn Thomas Yang hjá 100copies til að útbúa íslenskar útgáfur fyrir okkur sem við munum nota í okkar eigin umferðarátaki hér á Íslandi.

Flokkur: Pistlar

Slys hjólreiðamanna skoðuð í samhengi

Í tilefni fréttar RÚV: "Fleiri karlar slasast á reiðhjólum" er vert að setja slys hjólreiðamanna í samhengi við önnur slys.

Í sjónvarpsfréttum RÚV 10. apríl var flutt frétt um niðurstöður rannsóknar á fjölda þeirra sem slasa sig á hjóli og leita til slysadeildar Landspítalans. Þar kom fram að rannsóknin var unnin þannig að leitað var í sjúkraskrá bráðasviðs Landspítalans að öllum sem komið höfðu þangað vegna reiðhjólaslysa á sex ára tímabili frá 2005 - 2010. Þá komu 3.426 vegna reiðhjólaslysa, 500 til 600 á hverju ári. Tæp 70 prósent (68,2%) þeirra voru karlar og rösklega 30 prósent konur (31.8%).

Flokkur: Pistlar

Vetrarhjólreiðar eru ekkert mál

Það er algjör óþarfi að setja reiðhjólið inn í geymslu þó svo að veturinn sé genginn í garð. Hins vegar er kjörið að útbúa hjólið þannig að hjólreiðaferðin gangi sem best.

Góð ljós að framan og aftan
Góð ljós að framan og aftan eru nauðsynleg í vetrarskammdeginu. Ný kynslóð LED ljósa er mun öflugri en það sem var í boði fyrir bara 2-3 árum og rafhlöðurnar endast betur en í hefðbundnum ljósum svo það getur verið full ástæða til að kíkja í næstu hjólabúð og endurnýja ljósin. Rafhlöður hafa styttri líftíma í kulda, og því þarf að muna að endurnýja þær reglulega, eða endurhlaða séu notaðar hleðslurafhlöður. Sum hjól eru útbúin með rafal og þá er aldrei hætta á rafmagnsleysi.

Flokkur: Pistlar

Endurbætur frá Elliðaárósum að Hlemmi

Borgarráð samþykkti í 15. mars að heimila útboð vegna lagningu göngu- og hjólastígs frá Elliðaárósum að Hlemmi. Kostnaðaráætlun vegna verkefnisins hljóðar upp á 380 milljónir. Í bókun borgarráðs segir að til að auka enn frekar hlut hjólreiða sem almenns samgöngumáta í Reykjavík sé nauðsynlegt að ráðast bæði í uppbyggingu nýrra hjólastíga og lagfæringar á núverandi hjólastígakerfi.