Flokkur: Pistlar

Kort yfir reiðhjólaþjónustu og almenningssamgöngur

Hjólafærni á Íslandi og Hugarflug hafa lokið við 1. útgáfu af reiðhjólaþjónustukorti fyrir Ísland með aðgengilegum upplýsingum um reiðhjólaþjónustu og allar almenningssamgöngur á Íslandi. Kortið er gefið út á ensku og hugsað fyrir þá sem kjósa að ferðast hjólandi um Ísland.

Meira
Saman á götunum
Flokkur: Pistlar

Saman á götunum

Þessi veggspjöld eru hluti af herferð fyrir auknu umferðaröryggi í Singapore um þessar mundir. Við vorum svo hrifin af þeim að við fengum hönnuðinn Thomas Yang hjá 100copies til að útbúa íslenskar útgáfur fyrir okkur sem við munum nota í okkar eigin umferðarátaki hér á Íslandi.

Meira
Flokkur: Pistlar

Slys hjólreiðamanna skoðuð í samhengi

Í tilefni fréttar RÚV: "Fleiri karlar slasast á reiðhjólum" er vert að setja slys hjólreiðamanna í samhengi við önnur slys.

Í sjónvarpsfréttum RÚV 10. apríl var flutt frétt um niðurstöður rannsóknar á fjölda þeirra sem slasa sig á hjóli og leita til slysadeildar Landspítalans. Þar kom fram að rannsóknin var unnin þannig að leitað var í sjúkraskrá bráðasviðs Landspítalans að öllum sem komið höfðu þangað vegna reiðhjólaslysa á sex ára tímabili frá 2005 - 2010. Þá komu 3.426 vegna reiðhjólaslysa, 500 til 600 á hverju ári. Tæp 70 prósent (68,2%) þeirra voru karlar og rösklega 30 prósent konur (31.8%).

Meira
Flokkur: Pistlar

Vetrarhjólreiðar eru ekkert mál

Það er algjör óþarfi að setja reiðhjólið inn í geymslu þó svo að veturinn sé genginn í garð. Hins vegar er kjörið að útbúa hjólið þannig að hjólreiðaferðin gangi sem best.

Góð ljós að framan og aftan
Góð ljós að framan og aftan eru nauðsynleg í vetrarskammdeginu. Ný kynslóð LED ljósa er mun öflugri en það sem var í boði fyrir bara 2-3 árum og rafhlöðurnar endast betur en í hefðbundnum ljósum svo það getur verið full ástæða til að kíkja í næstu hjólabúð og endurnýja ljósin. Rafhlöður hafa styttri líftíma í kulda, og því þarf að muna að endurnýja þær reglulega, eða endurhlaða séu notaðar hleðslurafhlöður. Sum hjól eru útbúin með rafal og þá er aldrei hætta á rafmagnsleysi.

Meira
Flokkur: Pistlar

Endurbætur frá Elliðaárósum að Hlemmi

Borgarráð samþykkti í 15. mars að heimila útboð vegna lagningu göngu- og hjólastígs frá Elliðaárósum að Hlemmi. Kostnaðaráætlun vegna verkefnisins hljóðar upp á 380 milljónir. Í bókun borgarráðs segir að til að auka enn frekar hlut hjólreiða sem almenns samgöngumáta í Reykjavík sé nauðsynlegt að ráðast bæði í uppbyggingu nýrra hjólastíga og lagfæringar á núverandi hjólastígakerfi.

Meira
Flokkur: Pistlar

Leyndarmálið að löngu heilbrigðu lífi er að hjóla í búðina

Leyndarmálið að löngu heilbrigðu lífi er að hjóla í búðina, eða svo segir í þessari frétt af niðurstöðum vísindamanna í Visconsin fylki BNA. Þetta er svo sem marg sannað en þörf áminning til Íslendinga nú þegar komið er í ljós að einungis bandaríkjamenn eiga við meira offituvandamál að stríða en Íslendingar.

Meira
Flokkur: Pistlar

Spjall um hjólreiðar í útvarpinu

Í útvarpsþættinum "Samfélagið í nærmynd" eru fluttir pistlar um hjólreiðar á þriðjudögum þar sem formaður LHM ræðir við Hrafnhildi Halldórsdóttur, þáttastjórnanda.

Þættirnir eru aðgengilegir á vef RÚV en útdrættir með pistlunum eru nú einnig komnir á vef LHM hér að neðan. Efni hvers pistils er lýst í megindráttum í neðstu töflunni.

 

Meira