Kort yfir reiðhjólaþjónustu og almenningssamgöngur

Hjólafærni á Íslandi og Hugarflug hafa lokið við 1. útgáfu af reiðhjólaþjónustukorti fyrir Ísland með aðgengilegum upplýsingum um reiðhjólaþjónustu og allar almenningssamgöngur á Íslandi. Kortið er gefið út á ensku og hugsað fyrir þá sem kjósa að ferðast hjólandi um Ísland.

Þjónustuaðilar um allt land

Rétt tæplega 100 aðilar um allt land koma við sögu í kortinu, aðilar sem eru tilbúnir að rétta hjólreiðamönnum hjálparhönd. Á kortinu eru upplýsingar um alla þekkta hjólaþjónustu, sundlaugar og þjónustustöðvar, Farfuglaheimilin, gagnlegar síður eins og; veður, færð vega, samgöngukerfin, tjaldstæði og upplýsingamiðstöðvar svo eitthvað sé nefnt.

Reiðhjólaþjónusta

 

Almenningssamgöngur á einum stað

Kortið er unnið í náinni samvinnu við Hugarflug og höfund Leiðalykilsins, Inga Gunnar Jóhannsson. Leiðalykill teiknaði mynd fyrir útgáfuna af öllum almenningssamgöngum í landinu á eitt kort. Kortið er svokallað beinlínukort (“túbukort") og sýnir allar ferðaleiðir almenningssamgangna sem í boði eru um landið. Þar má finna rútur, ferjur og flug og síðan tengingar inn á heimasíður þeirra sem þjónustuna bjóða, til þess að átta sig á áætlununum sem í boði eru.

Almenningssamgöngur

 

Dreift frítt

Kortið er prentað í 30.000 eintökum og er dreift frítt um landið og fer á vefsíður hjólreiðasamtaka um allan heim. Verkefnið er styrkt af Umhverfisráðuneytinu, Vegagerðinni, Strætó og Ferðamálastofu.

Kortið í PDF-útgáfu (12 mb) má nálgast hér. eða á rafrænuformi fyrir neðan:

 

 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.