Þjónustuaðilar um allt land
Rétt tæplega 100 aðilar um allt land koma við sögu í kortinu, aðilar sem eru tilbúnir að rétta hjólreiðamönnum hjálparhönd. Á kortinu eru upplýsingar um alla þekkta hjólaþjónustu, sundlaugar og þjónustustöðvar, Farfuglaheimilin, gagnlegar síður eins og; veður, færð vega, samgöngukerfin, tjaldstæði og upplýsingamiðstöðvar svo eitthvað sé nefnt.
Almenningssamgöngur á einum stað
Kortið er unnið í náinni samvinnu við Hugarflug og höfund Leiðalykilsins, Inga Gunnar Jóhannsson. Leiðalykill teiknaði mynd fyrir útgáfuna af öllum almenningssamgöngum í landinu á eitt kort. Kortið er svokallað beinlínukort (“túbukort") og sýnir allar ferðaleiðir almenningssamgangna sem í boði eru um landið. Þar má finna rútur, ferjur og flug og síðan tengingar inn á heimasíður þeirra sem þjónustuna bjóða, til þess að átta sig á áætlununum sem í boði eru.
Dreift frítt
Kortið er prentað í 30.000 eintökum og er dreift frítt um landið og fer á vefsíður hjólreiðasamtaka um allan heim. Verkefnið er styrkt af Umhverfisráðuneytinu, Vegagerðinni, Strætó og Ferðamálastofu.
Kortið í PDF-útgáfu (12 mb) má nálgast hér. eða á rafrænuformi fyrir neðan: