Saman á götunum

Þessi veggspjöld eru hluti af herferð fyrir auknu umferðaröryggi í Singapore um þessar mundir.

saman-a-gotunum

Saman á götunum – Það er nægt pláss fyrir alla.

virding
Virðing – Smá skammtur nær langt.

meira-plass
Meira pláss – Höldum öruggri fjarlægð frá hjólandi

Við vorum svo hrifin af þeim að við fengum hönnuðinn Thomas Yang hjá 100copies til að útbúa íslenskar útgáfur fyrir okkur sem við munum nota í okkar eigin umferðarátaki hér á Íslandi. Við gefum út bækling kennsluefni í samgönguhjólreiðum og með ýmsum ráðum fyrir þá sem eru að tileinka sér reiðhjólið sem fararmáta. Einnig ráð til bílstjóra um hvernig best er að haga sér í kringum hjólandi og þar koma veggspjöldin með skýr skilaboð.

Verkefnið í Singapore er samvinnuverkefni fjölda aðila. Laura Gordon, Business Development Leader hjá OMD sagði þegar herferðinni þar var ýtt úr vör; „Það er þörf á fræðslu til bæði bílstjóra og hjólandi um umferðaröryggi og um að reiðhjól sé lögmætur ferðamáti í umferðinni. Þegar fleiri og fleiri velja reiðhjólið til að bæta heilsu sína og hreysti og ráðamenn leita nýrra lausna í samgöngumálum liggur ábyrgðin á auknu umferðaröryggi hjá báðum aðilum. Sem hjólreiðamaður fann ég það sjálf að þörf var á vitundarvakningu og við vonum að skilaboð þessarar herferðar fangi hug og hjörtu allra.“

Mr. Brown er bloggari þar í borg og útbjó hann nokkur myndbönd sem hluta af þeirri herferð. Fróðlegt er að sjá hvernig skilaboðin í umferðinni eru þau sömu um víðan heim þegar myndböndin eru skoðuð. Nema að það er vinsti umferð þarna svo það þarf að hafa í huga að víxla hægri og vinstri þegar þau eru skoðuð.

 

Hvenær á að taka ríkjandi stöðu?

Safe Cycling with mrbrown: Taking the Lane



 

Ekki hjóla of nálægt kantinum

Safe Cycling with mrbrown: Riding too close to the left


Pössum upp á plássið okkar.

Safe Cycling with mrbrown: Please Don't Squeeze!



 

Höldum öruggri fjarlægð frá dyrum bifreiða og
bílstjórar lítið eftir hjólum áður en dyr eru opnaðar

Safe Cycling with mrbrown: Dooring


Sýnum varúð við biðstöðvar í kringum leigubifreiðar



 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.