Ávinningur
Vinnuveitendur geta haft margvíslegan hag af gerð samgöngusamninga við starfsmenn sína. Helstu ávinningar eru:
a) starfsfólk sem hreyfir sig nægilega býr við betri heilsu sem dregur úr fjarvistum vegna veikinda.
b) aukinn fjöldi lausra bílastæða fyrir viðskiptavini og því bætt samkeppnishæfni.
c) leið til að umbuna starfsmönnum án þess að stór hluti greiðslnanna fari í skatta.
d) sýnilegt framlag fyrirtækisins til betra umhverfis með minni umferð, mengun og sóun til hagsbóta fyrir nærumhverfið, Íslandi og heimsbyggðina alla, sem gæti verið hluti af umhverfisstefnu fyrirtækisins.
e) að draga úr samfélagslegum kostnaði vegna óþarfrar vélknúinnar umferðar, svo sem með fækkun umferðaslysa og minni uppbyggingar og viðhalds á umferðamannvirkjum, sem ætti að leiða til lægri skatta en ella.
Ávinningur starfsmanns getur verið nokkur:
a) oft er fljótlegra og þægilegra að hjóla milli staða eða nota strætó sem fer eftir forgagnsakreinum.
b) honum er umbunað fyrir að nota ekki bílastæði við starfstöð.
c) hann þarf ekki að greiða skatta af þeim greiðslum hann hlýtur.
d) með aukinni hreyfingu mun heilsa og hreysti vaxa. Minni tími og kostnaður við líkamsræktarstöðvar.
e) samgöngukostnaður mun minnka með minni bílnotkun.
f) ef fækka má bifreiðum á heimilinu sparast umtalsverðar upphæðir.
g) framlag hans til minnkandi umferðar og mengunar, betra umhverfis og minni sóunar til hagsbóta fyrir nærumhverfið, Íslandi og heimsbyggðina alla.
h) að draga úr samfélagslegum kostnaði vegna óþarfrar vélknúinnar umferðar, svo sem með fækkun umferðaslysa og minni uppbyggingar og viðhalds á umferðamannvirkjum, sem ætti að leiða til lægri skatta en ella.
Upphæð samgöngugreiðslu
Skv. upplýsingum af vefsíðu ríkisskattstjóra má upphæðin nema allt að 8.000 kr. á mánuði, frá 2019, án þess að teljast til skattskyldra hlunninda svo fremi sem undirritaður er formlegur samningu milli vinnuveitanda og launþega um að launþeginn nýti sér almenningssamgöngur eða vistvæna ferðamáta eins og göngu eða hjólreiðar vegna ferða til og frá vinnu og/eða vegna ferða í þágu vinnuveitanda í 80% af heildarfjölda ferða eða 4.000 kr á mánuði ef hlutfallið er 40%.
Upphæðin gæti einnig tekið mið af kostnaði af samgöngukorti Strætó bs. eða sparnaði fyrirtækisins við leigu eða framkvæmdir á bílastæðum.
Einnig kemur til greina að í stað fastra greiðslna fái starfsmaðurinn endurgreiddan útlagðan kostnað vegna vistvænna samgangna svo sem kaup eða viðhald á reiðhjóli, hentugum fatnaði og/eða skóbúnaði. Jafnvel strætómiða eftir þörfum.
Skyldur
Vinnuveitandinn skuldbindur sig gjarnan til að bjóða upp á góða aðstöðu fyrir starfsmenn sem koma á reiðhjóli, svo sem traust hjólastæði, aðstöðu til að hengja upp blautan útifatnað til þerris og aðstöðu til að geyma vinnuföt í vinnunni. Stærri vinnustaðir ættu einnig að geta boðið upp á geymslu fyrir reiðhjól, sturtu og búningaaðstöðu. Einnig að koma til móts við starfsmenn vegna leigubílakostnaðar óvæntra og ófyrirsjáanlegra atvika, svo sem vegna veikinda barna.
Starfsmenn skuldbinda sig til að nýta vistvænar samgöngu a.m.k. í ákveðnu hlutfalli ferða sinna, t.d. þrjá af fimm dögum vikunnar. Einnig gæti verð slakað á skildum starfsmanna til að nota vistvænar samgöngur yfir háveturinn. Upphæð samgöngugreiðslum gæti tekið mið af getu og aðstæðum einstakra starfsmanna til að nota vistvænar samgöngur.
Tímabil
Gildistími samgöngusamnings getur hvort heldur sem er verið ótímabundinn eða jafnvel eingöngu bundinn við ákveðið tímabil ársins svo sem vor, sumar og haust.
Samgöngusamningur
Fyrirtækið X, kt. xxxxxx-xxxx og starfsmaður Y, kt. xxxxxx-xxxx gera með sér eftirfarandi samning um vistvænar samgöngur til og frá vinnustað.
1. gr.
Markmið
X hvetur starfsfólk til að nýta sér vistvæna og heilsusamlega samgöngumáta til að ferðast til og frá vinnustað. Með vistvænum samgöngumáta er átt við að nýttur sé annar ferðamáti einkabifreið t.d. reiðhjól eða almenningssamgöngur.
2. gr.
Skyldur fyrirtækis
X skuldbindur sig til þess að bjóða upp traust hjólastæði, aðstöðu til að hengja upp blautan útifatnað til þerris og aðstöðu til að geyma vinnuföt í vinnunni. Einnig geymslu fyrir reiðhjól ásamt sturtu og búningaaðstöðu.
Komi upp óvænt og ófyrirsjáanleg atvik í vinnutíma þegar starfsmaður er ekki á eigin bifreið, svo sem vegna veikinda og slysa barna, mun X endurgreiða kostnað við leigubifreið.
3. gr.
Skyldur starfsmanns
Það starfsfólk sem að ferðast til og frá vinnu með vistvænum hætti að jafnaði í 40% - 80% tilfella á mánaðargrunni á rétt á samgöngugreiðslum frá undirritun samningsins.
4. gr.
Samgöngugreiðslur
Samgöngugreiðslur eru kr. 4.000 eða 8.000 á mánuði, sem greiðist út mánaðarlega en tekur breytingum í samræmi við skattmat Ríkisskattstjóra. Eða tímabilskort með strætisvögnum sem að X endurgreiðir starfsmanni eða lætur starfmanni í té eftir því sem starfsmaður óskar.
[ ] peningar [ ] kort í strætó
Greiðslur þessar eru undanþegnar staðgreiðslu þar sem fjárhæð er ekki hærri 8.000 kr. á mánuði skv. reglum um skattmat vegna tekna manna tekjuárið 2019.
5. gr.
Gildistími
Samningur þessi tekur gildi frá undirritun samnings og er uppsegjanlegur af beggja hálfu með eins mánaðar fyrirvara.
Reykjavík, 17. júní 1944
F.h. X Starfsmaður
__________________________________ ____________________________________