Flokkur: Pistlar

Rök og greinar um hjálmaskyldu fyrir hjólreiðamenn

Rök og greinar um hjálmaskyldu fyrir hjólreiðamenn

Inngangur.

Að legga hjálmaskyldu á alla aldurshópa er mun flóknara mál en það virðist í fyrstu. Það er að sama skapi mjög tilfinnaþrungið. Reiðhjólahjálmur getur vissulega gagnast í sumum slysum. Því getur það hljómað fjarstæðukennt að hjálmaskylda skuli ekki virka sem skyldi þegar litið er á heildarmyndina. Þeir sem hafa kynnt sér ýmsar hliðar málsins með opnum huga sjá fljótlega hversu margslungin umræðan er og að andstæðingar hjálmaskyldu hafa margt til síns máls.    Samband Íslenskra Tryggingafélaga lagði fram í mars 2005 tillögu fyrir Umferðaráð þess efnis að hjálmskylda yrði lögð á alla hjólreiðamenn. Það var því mitt verkefni sem fulltrúi Landssamtakana í Umferðarráði að kynna rök erlendra  hjólreiðasamtaka og lækna sem höfðu rök á móti hjálmaskyldu. Rökin eru helst tengd fækkun hjólreiðmanna og þar með verri lýðheilsu almennings vegna breytinga samgönguhegðun.