Flokkur: Pistlar

Leyndarmálið að löngu heilbrigðu lífi er að hjóla í búðina

Leyndarmálið að löngu heilbrigðu lífi er að hjóla í búðina, eða svo segir í þessari frétt af niðurstöðum vísindamanna í Visconsin fylki BNA. Þetta er svo sem marg sannað en þörf áminning til Íslendinga nú þegar komið er í ljós að einungis bandaríkjamenn eiga við meira offituvandamál að stríða en Íslendingar.

Flokkur: Pistlar

Spjall um hjólreiðar í útvarpinu

Í útvarpsþættinum "Samfélagið í nærmynd" eru fluttir pistlar um hjólreiðar á þriðjudögum þar sem formaður LHM ræðir við Hrafnhildi Halldórsdóttur, þáttastjórnanda.

Þættirnir eru aðgengilegir á vef RÚV en útdrættir með pistlunum eru nú einnig komnir á vef LHM hér að neðan. Efni hvers pistils er lýst í megindráttum í neðstu töflunni.

 

Flokkur: Pistlar

Hönnun fyrir hjólaumferð.

Inngangur:

Hér líta dagsins ljós fyrstu leiðbeiningar Reykjavíkurborgar um hönnun fyrir hjólaumferð. Leiðbeiningarnar eru unnar í kjölfarið á metnaðarfullri hjólreiðaáætlun borgarinnar sem gefin var út í febrúar á þessu ári og kallast Hjólaborgin Reykjavík.

Flokkur: Pistlar

Ferðir og fjör í Fjallahjólaklúbbnum

Hrönn

Það er gaman að hjóla, einn eða með öðrum, og gott að fá leiðbeiningar hjá þeim sem hafa reynslu, hvort sem er í tæknilegum málum eða einhverju öðru. Þá er kjörið að skella sér í heimsókn til Íslenska fjallahjólaklúbbsins en hann er fyrir alla sem nota reiðhjól sem samgöngutæki, en það er góður kostur í krepputíð þegar bensínlítrinn kostar svo mikið sem raun ber vitni.

Flokkur: Pistlar

Í labbitúr með hjálm?

Pawel Bartoszek Ein rökin gegn lögfestingu skyldunotkunar á reiðhjólahjálmum hafa verið að hjólreiðar eru ekki hættulegri en til dæmis ganga, þannig að alveg eins mætti skylda gangandi vegfarendur til að klæðast höfuðhjálmum.

Af fenginni reynslu ber að varast að ota slíkum absúrdisma að, því einhver gæti tekið hugmyndinni fagnandi. Og viti menn: Í frumvarpi til umferðarlaga sem nú liggur fyrir þinginu er í fúlustu alvöru lagt til að ráðherra verði heimilt að setja reglugerð um hlífðar- og öryggisbúnað allra óvarinna vegfarenda. Með öðrum orðum er lagt til að ráðherra geti skyldað gangandi vegfarendur til að klæðast hjálmum, legghlífum og endurskinsvestum, með einfaldri reglugerð.

Flokkur: Pistlar

Hjólreiðamenn mótmæla hjálmalögum

CTCLOGO2Samtök hjólreiðamanna standa sameinuðu gegn lagafrumvarpi um reiðhjólahjálma. Ef lögin verða samþykkt verður það lögbrot að hjóla án þess að vera með reiðhjólahjálm á höfðinu. Fulltrúar hjólreiðamanna benda á að skyldunotkun reiðhjólahjálma myndi draga verulega úr hjólreiðum og benda til reynslu af slíkri löggjöf í Ástralíu, Nýja Sjálandi og Kanada.

„Við viljum gera hjólreiðar eins öruggar og hægt er, rétt eins og þeir sem styðja frumvarpið. En það er greinilegt af reynslunni að hjálmaskylda fælir fólk frá hjólreiðum.“ sagði einn talsmaðurinn.

Talsmenn hjólreiða segja neikvæð áhrif á lýðheilsu vega margfalt þyngra en öll hugsanleg jákvæð áhrif lagasetningarinnar.