Nýjasta útgáfa af þessu kennsluefni er að finna á vefnum hjólreiðar.is ásamt miklu af gagnlegu efni fyrir þá sem eru að tileinka sér reiðhjólið sem samgöngutæki: http://hjolreidar.is/samgonguhjolreidar-greinar/samgognuhjolreidar
Er ekki mjög hollt að hjóla? Jú, um það eru flestir sammála. En hversu hollt? Er ekki líka hættulegt að hjóla, óvarinn eins og maður er, ólíkt fólki inni í bílum umlukið velprófuðum bílskeljum, auk líknarbelgja og bílbelta?
Það er ástæða til að athuga þessi mál nánar. Hér verður ekki sagt frá neinum endanlegum sannleika, en vitnað í rannsóknir sem benda sterklega til þess að hjólreiðar eru mun hollari en margan grunar og hættan í umferðinni er mun minni en talið var.
{jathumbnail off}
Þann 17. janúar 2008 stóðu Íslenski fjallahjólaklúbburinn og Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) fyrir opnu málþingi með öllum stærstu samtökum hjólreiðamanna og þar var samþykktur fullur stuðningur við þær kröfur sem LHM hafði sent Alþingi um að hjólreiðafólki verði ekki bannað að nota forgangsakreinar eins og frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gerir ráð fyrir.
ATH hér má lesa uppfærða útgáfu af stefnu og baráttumálum LHM: lhm.is/lhm/barattumalin
Ekki er allt sem sýnist í öryggismálum hjólafólks. Það sem virðist góðar hugmyndir hefur oft þveröfug áhrif í raunveruleikanum. Það er mikilvægt þegar reynt er að auka öryggi og efla hjólreiðar að ekki séu endurtekin mistök annarra þjóða þar sem illa hannaðar hjólabrautir og hjólareinar hafa reynst auka slysahættu en ekki draga úr henni. Hjálmaskylda hefur allsstaðar minnkað hjólreiðar án nokkurs árangurs í slysatölum enda koma hjálmar ekki í veg fyrir árekstra meðan hjóla-ökukennsla kennir fólki að forða slysum og gefur fólki það sjálfstraust sem nauðsynlegt er í umferðinni. Allt of mikið af umræðunni um hjólreiðar fjallar um hættur og öryggismál þegar raunin er sú að þær eru alls ekkert hættulegar heldur það sem líklegast er til að lengja lífið og bæta heilsufarið. Hjólreiðar eru hollari, ódýrari, öruggari og umhverfisvænni en flestir aðrir fararmátar.
Grein eftir Magnús Bergsson sem birtist í Morgunblaðinu 28. júlí 2006. Fjallað um galla þess að skipta mjóan stíg með heildregna línu, og bara ræmu fyrir hjólreiðamenn.
Grein eftir Svandísi Svavarsdóttur sem birtist í Blaðinu 9. maí 2006
Grein eftir Magnús Bergsson sem birtist í Morgunblaðinu 11. mars 2006
Þessi síða fjallar um þá punkta sem finna má á veggspjaldi samgönguvikunnar 2005, með fyrirsögninni "Hjólum allt árið".
Page 10 of 11