Staðreyndir að baki skemmtilegum slagorðum

Þessi síða fjallar um þá punkta sem finna má á veggspjaldi samgönguvikunnar 2005, með fyrirsögninni "Hjólum allt árið".

 

Heilsusamlegt

- Spennandi íþrótt og hollur samgöngumáti

  • Sparnaðurinn í heilsukerfinu á mann sem bætir við sig daglegri hreyfingu gerir amk 80.000 íslenskar krónur á ári.
  • Sagt er að menn sem hreyfa sig hóflega en daglega og  um 30 mínútur samtals yfir daginn,    séu með líkama sem er 10 árum yngri en hjá fólki sem hreyfa sér lítið eða aðallega í skorpu-átökum.

Vistvæmt

-  Rafmagn, vetni, metan  ...  Það er búið að finna upp hjólið

  • Hjólreiðar bjóða  upp á lang besta orkunytni  sem völ er á í samgöngum.
  • Reiðhjól mengar sama sem ekkert við notkun, og mengar mun minna en aðrar kostir í samgöngum  á öllum stígum  lifshlaups farartækis.
  • Hjólreiðar er mun minna plássfrekt en aðrir kostir.
  • Ganga hefur enn minni mengun í för með sér, en hjólreiðar, en hraðinn er um þriðjung eða fjórðung af þann hraða sem menn á reiðhjóli ferðast á .

Hagkvæmt

- Nýttu tímann og sparaðu aurinn

  • Það kostar meira en halfur million á ári að reka bíl, samkvæmt tölum FÍB. Innifalið eru tryggingar, afskriftir, afborganir og vextir lána, bensín og viðgerðir.
  • Heilsárshjólreiðar kosta á bílinu 20-50.000
  • Þannig  má bæta  tíminn sem það tekur  að  afla peningana  fyrir rekstur bíls við ferðatímann í og úr vinnu eða skóla.

Búnaður við hæfi

- Ljós, hjálmur, bjalla, nagladekk,   ...og þú hjólar allt árið !


  • Ljósið að framan og að aftan er skyldubúnað og  ekki af ástæðuleysi, því oft getur verið dimmt á útivistarstígana, og þegar hjólað  er á eða yfir götu, í myrkri og rigningu, skiptir máli að bilstjórar  sjái og taka eftir hjólreiðamannin.
  • Nagladekkin kosta sitt en skipta verulega máli í hálku.  Enn mikilvægari er þó reynslan sem vanur hjólreiðamaður býr yfir og  hæfni hans til að miða hraða við aðstæður.   Ólíkt nagladekk á bílum þá endast naglarnir mörg ár, nánast án þess að slit sést á þeim, og  slit á vegi er óverulegt vegna þungan og átökin sem eru  svo miklu minni en því sem bíll veldur.

Saga

Í tengsl við samgönguvikuna 2003 létbúið til skemmtilegt veggspjald á vegum Reykjavíkurborgar þar sem kostnaður við að ferðast daglegar ferðar á einkabíl, í strætó,hjólandi og gangandi eru borin saman. Skemmst er frá því að segja að útgjöldin  sé allverulega miklu minna  fyrir þann sem kýs að nota strætó, hjóla eða ganga.  Að ganga er sagt kosta lítið meira en gott par af skóm, á meðan hjólreiðar er sagt kosta 30.000 krónur á ári.  Veggspjaldið  var skýrt og skemmtilegt á ljósbláum bakgrunni, og fékk að hengja ansi lengi á ymsum stöðum í borginni.

Veggspjaldið gafst vel, svo þegar Reykjavíkurborg hafði samband við Íslenski Fjallahjólaklúbbin og óskaði eftir að ÍFHK mundi standa fyrir hjóladegi og annað tengdum hjólreiðum í tengsl við Samgönguvikuna 2005, var fljótlega velt upp þeirri hugmynd að gera nýtt veggspjald, en í þetta skiptið með hjólreiðar sem aðalþema.

Til að auðvelda leitin að meiri efni um veggspjaldinu, var gefið upp eftirfarandi  leitarorð:   hjólaveggspjald, 2005, hjól


Heimildalisti (Lengist þegar tími gefst) : 

  •  Rannsóknarstofnun samgönguhagfræðis  í Noregi hefur gert kostnaðaráætlun á göngu- og hjólreiðastígakerfi í borgun Noregs. Meira (NO) Meira  (EN)

 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Nýjustu umsagnir LHM og önnur skjöl