Flokkur: Pistlar

Bíllinn í stofunni

pawel bartoszek"Tíu ára drengur lést af völdum skotárasar í Kringlunni í dag. Hann var ekki í skotheldu vesti. Lögreglan vill brýna við foreldra og forráðamenn að senda börn sín aldrei ein út úr húsi og láta þau ávalt klæðast herhjálmi og hlífðarvesti þegar þau eru utandyra. Sérstaklega er bent á svokölluð tvöföld vesti sem samanstanda bæði af gróft og fínt ofnu lagi sílíkonþráða og geta, séu þau notuð rétt, varið börn jafnt fyrir byssukúlum, hnífsstungum sem og árásum með sýktum sprautunálum.

Meira
Flokkur: Pistlar

Snorrabraut breytt úr hraðbraut?

snorrabraut-gvAf hverju er fjögurra akreina hraðbraut í Norðumýrinni þar sem umferðin fer upp í 75km hraða og gangandi vegfarendur hafa 8.8 sekúndur til að komast yfir á gangbraut spyr 

ryan-parteka-gv

Ryan Parteka í athyglisverðu opnu bréfi til borgarstjórnar. Hann er fullur samviskubits fyrir að hafa ekki sent bréfið fyrr eftir að banaslys varð þar 18. desember, ef bréfið hefði getað forðað slysinu. Glöggt er gestsaugað.

Meira
Flokkur: Pistlar

Skiptir máli hvernig öryggi hjólreiðamanna er bætt

47Ég rakst á frétt á vef Samgönguráðuneytis um að þörf sé á að bæta öryggi hjólreiðamanna, sem og annarra "óvarða".  Það sem vantar í  fréttinni eru grunnupplýsingar um samhengi hlutanna, og að til séu mismunandi aðferðir við að bæta öryggi "óvarða" vegfarenda.

Í þessu sambandi vil ég mæla með Road Danger Reduction  (RDF) aðferðafræðinni, frekar en "Road Safey" aðferðafræðinni. RDF á samleið með lýðheilsu, umhverfi, sparnað, skilvikni og manneskjulegri samfélag.  Hinn hefðbundni bílamiðaði aðferðafræði mun síður. RDF snýr að því að lækka hraða, og bæta aðgengi hjólandi og gangandi,  frekar en að hólfa niður og girða af heilbrigðar samgöngur, og um leið gera mjúka vegfarendur á margan hátt "ábyrga" fyrir limlestingar og dauða sem bílar valda. (Victim blaming)

Meira
Flokkur: Pistlar

Dómur í Lundi

Andreas GrassNýverið féll dómur í Lundi í Svíþjóð yfir manni að nafni Andreas Grass (1. mynd) sem var dæmdur fyrir að hjóla á götu þar sem hjólastígur (cykelbana) lá samsíða götunni. Hjólastígurinn í þessu tilviki var reyndar göngustígur ætlaður bæði gangandi og hjólandi. Í sama dómi var bílstjóri sem lenti í árekstri  við Andreas sýknaður af því að hafa ekki haldið nægilegu hliðarbili og ekið á hann.

 

 

Meira
Flokkur: Pistlar

Hjólreiðar aukast í Svíþjóð en slysum fækkar

5110604720_dab4e7b432_z1Í frétt á Svensk Cykling er sagt frá því að æ fleiri hjóla í Svíþjóð en þrátt fyrir það hefur alvarlegum slysum og banaslysum fækkað.  Alvarlega slasaðir hjólreiðamenn voru 61 % færri árið 2009 heldur en árið 1990. Aldrei hafa færri hjólreiðamenn slasast en árið 2009.
Meira
Flokkur: Pistlar

Frumskógur gönguleiða

Fréttablaðið gerði úttekt á gangbrautamálum Reykjavíkur og fann þar "frumskóg gönguleiða". Í samantektinni kemur fram að af því að bílstjórar fara ekki alltaf eftir umferðarreglum og stöðva við gangbrautir var ákveðið að fjarlægja gangbrautirnar og láta frumskógarlögmálin gilda.

Bílunum var gefinn forgangur í stað þess að ráðast að rótum vandans. Það eru jú bílar sem valda alvarlegustu slysunum í umferðinni og þar er vandamálið. Það dynur á okkur stöðugur áróður um að það sé hættulegt að hjóla og ganga og reynt að varpa ábyrgðinni á aðra en bílstjóra, t.d. með því að fjarlægja gangbrautir og láta gangandi fara yfir götur á eigin ábyrgð í stað þess að styrkja þær í sessi með löggæslu. Það er verið að "hættuvæða" öruggustu fararmátana með ýmsum hætti. Reiðhjólið er með öruggustu farartækjum sem völ er á og ef það á að teljast hættulegt að ganga um Reykjavíkurborg þarf að uppræta þær hættur.

Meira
Flokkur: Pistlar

Nokkrar hugmyndir fyrir vinnustaði til að efla hjólreiðar

1. Stofnun hjólaráðs
Stofnaðu hjólaráð til að móta þá stefnu og þær hugmyndir sem fyrirtækið/stofnunin gæti unnið eftir og væru líklegar til árangurs.

Markmið ráðsins væri einnig að koma hugmyndunum í framkvæmd og það með vilja stjórnar. Myndun samgöngustefnu gæti verið hluti af aðgerðunum.

Meira