Árni Davíðsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna, segir að hjólreiðamaðurinn eigi alltaf að taka tillit til gangandi umferðar enda séu nánast engir hjólreiðastígar sem slíkir, þetta séu göngustígar.
"Við höfum predikað það að hjólreiðamenn verði að taka tillit til gangandi og þeir eiga að passa sig ef verið er að fara fyrir blindhorn eða í undirgöng þar sem sýnin er ekki langt fram á veginn. Þar sem stígarnir eru beinir og ekkert skerðir útsýnið geta menn hjólað hratt og hægt á sér eða látið vita með bjöllu að þeir séu að koma, þá viljum við hafa hægri reglu og farið sé fram úr vinstra megin. Það er samt ekki víst að gangandi víki í rétta átt og svo er hætta af hundum, sérstaklega í myrkri."
Ágæti móttakandi,
Þegar snjóar í Reykjavík, sem raunar er ekki oft núorðið, er snjóhreinsun á hjólastígum og gangstéttum ábótavant. Vissulega er það svo að oft er hreinsað eftir fyrsta snjó en síðan ekki meir. Þetta á sérstaklega við um gangstéttar. Erfiðleikarnir eru vegna þess að þegar götur eru ruddar fyrir bílaumferð þá fer saltpæklaður snjór ofan í farið sem rutt hefur verið fyrir gangandi og hjólandi á gangstéttum. Síðan er það svo merkilegt að ef snjóar aftur þá er eins og litlu góðu snjóruðningstækin hverfi af gangstéttunum. Það er ekki nóg að ryðja bara einu sinni, það þarf að gera á hverjum morgni meðan að snjóar.
Eftirfarandi er þýðing umsögn ECF vegna gerðar umferðaröryggisáætlunar ESB 2011-2020 „(4th RSAP)“. Þar kemur stefna ECF skýrt fram og jafnframt hjólreiðamanna víðsvegar um Evrópu.
Það er brýnt að kynna þetta hér á landi þar sem íslensk stjórnvöld geta lært margt af því að hlusta á hjólreiðamenn vilji þau að ná yfirlýstum markmiðum um að efla hjólreiðar, auka umferðaröryggi, draga úr mengun og auka lýðheilsu. Á þessu ári (2010) var t.d. lagt fram frumvarp til umferðarlaga sem unnið var án samráðs við hjólreiðamenn. Jú, þeir fengu að skila inn umsögnum en engin samræða átti sér stað og inni eru atriði sem er vitað að vinna gegn þessum markmiðum. Veigamestu athugasemdirnar voru hunsaðar án röksemda og borið við tímaskorti.
Í útgáfustarfi okkar voru styrkir til útgáfu dregnir til baka þegar kom í ljós að við notuðum myndir af fullorðnu fólki að hjóla án reiðhjólahjálms, það var andstætt stefnu íslenskra stjórnvalda að sýna slíkt athæfi var sagt en fjármagni varið í hræðsluáróður fyrir reiðhjólahjálmum.
Þó víða sé aukinn skilningur á því hvernig auknar hjólreiðar og ganga styðja þessi stefnumál og eru öllum til hagsbóta eru því miður einstakar stofnanir og svið að vinna eftir öðrum sjónarmiðum af vanþekkingu á öryggismálum hjólreiðamanna og sýna ekki vilja til rökræðu sem byggir á vísindagögnum.
"Tíu ára drengur lést af völdum skotárasar í Kringlunni í dag. Hann var ekki í skotheldu vesti. Lögreglan vill brýna við foreldra og forráðamenn að senda börn sín aldrei ein út úr húsi og láta þau ávalt klæðast herhjálmi og hlífðarvesti þegar þau eru utandyra. Sérstaklega er bent á svokölluð tvöföld vesti sem samanstanda bæði af gróft og fínt ofnu lagi sílíkonþráða og geta, séu þau notuð rétt, varið börn jafnt fyrir byssukúlum, hnífsstungum sem og árásum með sýktum sprautunálum.
Af hverju er fjögurra akreina hraðbraut í Norðumýrinni þar sem umferðin fer upp í 75km hraða og gangandi vegfarendur hafa 8.8 sekúndur til að komast yfir á gangbraut spyr
Ryan Parteka í athyglisverðu opnu bréfi til borgarstjórnar. Hann er fullur samviskubits fyrir að hafa ekki sent bréfið fyrr eftir að banaslys varð þar 18. desember, ef bréfið hefði getað forðað slysinu. Glöggt er gestsaugað.
Ég rakst á frétt á vef Samgönguráðuneytis um að þörf sé á að bæta öryggi hjólreiðamanna, sem og annarra "óvarða". Það sem vantar í fréttinni eru grunnupplýsingar um samhengi hlutanna, og að til séu mismunandi aðferðir við að bæta öryggi "óvarða" vegfarenda.
Í þessu sambandi vil ég mæla með Road Danger Reduction (RDF) aðferðafræðinni, frekar en "Road Safey" aðferðafræðinni. RDF á samleið með lýðheilsu, umhverfi, sparnað, skilvikni og manneskjulegri samfélag. Hinn hefðbundni bílamiðaði aðferðafræði mun síður. RDF snýr að því að lækka hraða, og bæta aðgengi hjólandi og gangandi, frekar en að hólfa niður og girða af heilbrigðar samgöngur, og um leið gera mjúka vegfarendur á margan hátt "ábyrga" fyrir limlestingar og dauða sem bílar valda. (Victim blaming)
Nýverið féll dómur í Lundi í Svíþjóð yfir manni að nafni Andreas Grass (1. mynd) sem var dæmdur fyrir að hjóla á götu þar sem hjólastígur (cykelbana) lá samsíða götunni. Hjólastígurinn í þessu tilviki var reyndar göngustígur ætlaður bæði gangandi og hjólandi. Í sama dómi var bílstjóri sem lenti í árekstri við Andreas sýknaður af því að hafa ekki haldið nægilegu hliðarbili og ekið á hann.
Page 5 of 11