Skiptir máli hvernig öryggi hjólreiðamanna er bætt

47Ég rakst á frétt á vef Samgönguráðuneytis um að þörf sé á að bæta öryggi hjólreiðamanna, sem og annarra "óvarða".  Það sem vantar í  fréttinni eru grunnupplýsingar um samhengi hlutanna, og að til séu mismunandi aðferðir við að bæta öryggi "óvarða" vegfarenda.

Í þessu sambandi vil ég mæla með Road Danger Reduction  (RDF) aðferðafræðinni, frekar en "Road Safey" aðferðafræðinni. RDF á samleið með lýðheilsu, umhverfi, sparnað, skilvikni og manneskjulegri samfélag.  Hinn hefðbundni bílamiðaði aðferðafræði mun síður. RDF snýr að því að lækka hraða, og bæta aðgengi hjólandi og gangandi,  frekar en að hólfa niður og girða af heilbrigðar samgöngur, og um leið gera mjúka vegfarendur á margan hátt "ábyrga" fyrir limlestingar og dauða sem bílar valda. (Victim blaming)

Frétt af vef Samgönguráðuneytis   7.12.2010 ( http://www.samgonguraduneyti.is/frettir/nr/3340 ):

"48 - 2010 Ráðherraráðið leggur áherslu á vernd óvarðra vegfarenda  

Ráðherraráð ESB telur að brýn þörf sé á að vernda óvarða vegfarendur, þ.e. unga og gamla vegfarendur, reiðhjólafólk, gangandi fólk, fólk á mótorhjólum og fatlað fólk, og að unnin verði áætlun í þá veru.

Ráðherraráðið telur að hjólreiðafólk sé sá hópur sem mest þarf á úrbótum að halda. Þetta kemur fram í niðurstöðu ráðherraráðsins frá 2. desember 2010. Þessi niðurstaða ráðsins er í samræmi við umferðaröryggisáætlun framkvæmdastjórnarinnar fyrir árin 2010-2020 frá 20. júlí 2010 en þar er áréttað markmið fyrri áætlunar framkvæmdastjórnarinnar um að fækka dauðsföllum í umferðinni um helming á tímabilinu.

Þetta má lesa í 4097-hefti Europolitics."

Því miður er umræddri grein á vef ESB ekki opin almenningi.

 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Nýjustu umsagnir LHM og önnur skjöl