Snorrabraut breytt úr hraðbraut?

snorrabraut-gvAf hverju er fjögurra akreina hraðbraut í Norðumýrinni þar sem umferðin fer upp í 75km hraða og gangandi vegfarendur hafa 8.8 sekúndur til að komast yfir á gangbraut spyr 

ryan-parteka-gv

Ryan Parteka í athyglisverðu opnu bréfi til borgarstjórnar. Hann er fullur samviskubits fyrir að hafa ekki sent bréfið fyrr eftir að banaslys varð þar 18. desember, ef bréfið hefði getað forðað slysinu. Glöggt er gestsaugað.

Í frétt DV er því velt upp hvort þarna sé dauðagildra en skýring samgöngusviðs Reykjavíkurborgar á stuttum tíma gönguljósanna er að til viðbótar græna gönguljósinu séu 12 sek. með rauðu ljósi sem gangandi hafi til að klára ferð sína en ekki þyki rétt að kalla fólk út á götuna með lengri tíma á grænu.

 gonguljos

Það er algengt erlendis að notuð séu ljós með niðurtalningu við svona aðstæður. Það eru nefnilega margir sem ekki skylja að það megi halda áfram göngu gegn rauðu ljósi og heyrðist í fyrstu fréttum af atburðinum að spurning væri um rétt hins gangandi vegfaranda þar sem hann hefði hugsanlega gengið gegnt rauðu ljósi. Ekki þekki ég orsakir þessa banaslyss en fyrir sex árum varð annað banaslyss nær gamla Austurbæjarbíó og má telja líklegt að hægari umferð dragi verulega úr líkunum á svona slysum og alvarleika þeirra.

Ljósi punkturinn varðandi Snorrabraut er að þar eru úrbætur áformaðar með því að lækka hámarkshraða úr 50 í 40 og þrengja götuna með því að leggja hjólreiðastíga meðfram gangstéttum samkvæmt Gísla Marteini Baldurssyni. Ekki hef ég séð þær teikningar en hér eru nokkrar myndir úr skipulagstillögu af svæðinu.

snorrabraut-1

Þarna er gert ráð fyrir að hjólabrautir séu sitt hvoru megin í göngurýminu, falin bak við bílastæði og tré sem er ágætt þar sem engin eru gatnamótin en því er ekki fyrir að fara þarna. Þar sem hliðargötur skera leið hjólreiðafólks er öruggara að hjólandi umferð sé innan sjónsviðs bílstjóranna enda víkja þeir ekki fyrir þeim sem þeir ekki sjá. Hjólreiðamaðurinn upplifir sig yfirleitt öruggari á sérmerktum hjólabrautum en þarna gæti það reynst falskt öryggi því það þarf að gæta að bílaumferð við hver gatnamót og víkja. Þannig er umferð einkabíla gerð greiðari en reiðhjóla, sem í raun lenda á biðskyldu við hver gatnamót þegar farið er eftir t.d. Snorrabraut þar sem stutt er á milli gatnamóta eins og flestar götur sem liggja suður norður vestan Elliðaár .

snorrabraut-4

snorrabraut-5

 

snorrabraut-2

Þessi síðasta mynd sýrnir hvernig gert er ráð fyrir almennum götum í hverfinu. Þar á umferðarhraði líklega að vera að hámarki 30 km og bílar og hjól ferðast saman á götunni svo samspil þeirra ætti að vera með besta móti.

Hér má sjá skipulagstillögur á svæðinu og teikningarnar eru úr þessu skjali.

{jathumbnail off}

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Nýjustu umsagnir LHM og önnur skjöl