Skipulagslög (breytingar á svæðisskipulagi)

Umsögn um: Skipulagslög (breytingar á svæðisskipulagi) (PDF)

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis
157. löggjafarþing
Þingskjal 28 — 28. mál.

Reykjavík 8. nóvember 2025

Umsögn um: Skipulagslög (breytingar á svæðisskipulagi)
Umsagnarnefnd Landssamtaka hjólreiðamanna (LHM) hefur skoðað frumvarp um Skipulagslög, breytingar á svæðisskipulagi. Hér að neðan eru athugasemdir samtakanna við frumvarpið. 


LHM er algjörlega andvígt 1. gr. b. lið frumvarpsins. Þetta virðist vera illa dulbúin aðför að svæðisskipulagi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem samþykkt var árið 2015 og felur m.a. í sér ákvæði um vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Ef höfuðborgarsvæðið verður teygt í allar áttir eftir duttlungum fjárfesta sem kaupa land á jaðrinum til að græða á uppbyggingu á það eftir að skemma fyrir framtíðarþróun höfuðborgarsvæðisins. Það er alvarlegt þegar sveitarfélög geta ekki staðið í lappirnar og staðist slíkan þrýsting og gætt hagsmuna heildarinnar. Vaxtarmörkin eru nauðsynleg til að takmarka útbreiðslu borgarsvæðisins og gera það nægilega þétt til aðrir samgöngumátar en með einkabíl geti gegnt nauðsynlegu hlutverki í samgöngum svæðisins. Ef fjöbreyttir samgöngumátar hafa ekki nægjanlega hlutdeild í samgöngum svæðisins verða samgöngur í hnút vegna umferðarteppa. Hjólreiðar eru skilvirkastar í 1-15 km radíus, ganga er skilvirkust innan 1-2 km radíus, almenningssamgöngur eru skilvirkar á lengri leiðum en hlutdeild þeirra í ferðum er þó meiri á skemmri leiðum um 5-20 km.


Innan núverandi vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins er áætlað að hægt sé að byggja um 58.000 nýjar íbúðir á ónotuðu landi og með umbreytingu gamalla atvinnusvæða. Sá fjöldi íbúða dugar fyrir núverandi íbúafjölda í Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Reykjanesbæ að auki. Að halda því fram að það skorti byggingarland innan vaxtarmarkanna er því einfaldlega rangt. Þetta byggingarland dugar líklega næstu 30-50 ár. Ef auk þess er gert ráð fyrir endurnýjun eldra húsnæðis með þéttari byggð og með íbúðum sem henta frekar nútíma fjölskyldustærð má telja víst að núverandi vaxtarmörk dugi sennilega enn lengur. Enda er mikið af húsnæði í eldri hverfum úr sér gengið, illa einangrað og þarfnast gagngerrar endurnýjunar frá skólplögnum og upp í þak og má gera ráð fyrir að það borgi sig frekar að rífa það og byggja nýtt frekar en að endurnýja frá grunni.

Virðingarfyllst, f.h. stjórnar LHM
Árni Davíðsson, stjórnarmaður


Um Landssamtök hjólreiðamanna

Landssamtök hjólreiðamanna ( LHM) eru hagsmunasamtök sem hafa að markmiði m.a. að efla hjólreiðar á Íslandi sem heilsusamlegan lífsmáta og sem samgöngumáta. Öll helstu hjólreiðafélög landsins eiga aðild að LHM. Samtökin eru þó ekki aðeins málsvari félagsmanna hinna ýmsu hjólreiðafélaga sem telja yfir 2000 manns heldur eru þau jafnframt málsvari allra sem hjóla á Íslandi. 

LHM er aðildarfélag að European Cyclists' Federation, sem eru heildarsamtök fyrir hjólreiðafélög til samgangna og ferðalaga í Evrópu. Aðildarfélög ECF er að finna í flest öllum löndum Evrópu. LHM hlaut samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar 2012 fyrir virka þátttöku og áhrif í að efla hjólreiðar á Íslandi.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.