Hjólreiðar aukast í Svíþjóð en slysum fækkar

5110604720_dab4e7b432_z1Í frétt á Svensk Cykling er sagt frá því að æ fleiri hjóla í Svíþjóð en þrátt fyrir það hefur alvarlegum slysum og banaslysum fækkað.  Alvarlega slasaðir hjólreiðamenn voru 61 % færri árið 2009 heldur en árið 1990. Aldrei hafa færri hjólreiðamenn slasast en árið 2009.

Árið 2009 slösuðust 302 hjólreiðamenn alvarlega í umferðarslysum en árið 1990 slösuðust 772. Þessi þróun virðist halda áfram því á þessu ári hafa 213 slasast alvarlega í Svíþjóð eða um 12% færri en á sama tíma árið 2009. Á Skáni, í Austur Gautlandi og Vestur Gautlandi fækkar slösuðum mest: 88 %, 87 % og 82 %. Í þremur lénum fjölgar slösuðum þó árið 2009 í samanburði við 1990. Í Stockholmi slösuðust 10% fleiri 2009 en 1990, 68 manns. Þar hefur aukning hjólreiða verið einna mest, hefur nálega tvöfaldast á þessu tímabili.

Banaslysum fækkar enn meir, því árið 2009 létust 70% færri hjólreiðamenn í umferðarslysum í Svíþjóð heldur en árið 1990. Árið 2009 biðu 20 hjólreiðamenn bana í umferðinni í Svíþjóð en 68 hjólreiðamenn biðu bana árið 1990.

Klas Kelm formaður Svensk Cykling segir að það sé velþekkt fyrirbæri að slysum fækkar eftir því sem hjólreiðar aukast og hefur það verið kallað "Safety in numbers". Nu sjáum við það gerast í Svíþjóð líka segir Klas.

Þess má geta að alvarlega slasaðir hjólreiðamenn á Íslandi eru um 10 á ári skv. tölum Umferðastofu, sem ná aftur til ársins 2006. Öll slys með beinbrotum og þaðan af alvarlegri meiðslum eru talin alvarleg. Hjólreiðamaður hefur ekki beðið bana í slysi á Íslandi frá árinu 1997. Frá þeim tíma hafa 273 einstaklingar sem tilheyra öðrum vegfarendahópum beðið bana í umferðarslysum á landinu. Langflestir af þeim eru bílstjórar og farþegar í bíl en gangandi vegfarendur og ökumenn bifhjóla eru færri.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Nýjustu umsagnir LHM og önnur skjöl