Rök og greinar um hjálmaskyldu fyrir hjólreiðamenn

Rök og greinar um hjálmaskyldu fyrir hjólreiðamenn

Inngangur.

Að legga hjálmaskyldu á alla aldurshópa er mun flóknara mál en það virðist í fyrstu. Það er að sama skapi mjög tilfinnaþrungið. Reiðhjólahjálmur getur vissulega gagnast í sumum slysum. Því getur það hljómað fjarstæðukennt að hjálmaskylda skuli ekki virka sem skyldi þegar litið er á heildarmyndina. Þeir sem hafa kynnt sér ýmsar hliðar málsins með opnum huga sjá fljótlega hversu margslungin umræðan er og að andstæðingar hjálmaskyldu hafa margt til síns máls.    Samband Íslenskra Tryggingafélaga lagði fram í mars 2005 tillögu fyrir Umferðaráð þess efnis að hjálmskylda yrði lögð á alla hjólreiðamenn. Það var því mitt verkefni sem fulltrúi Landssamtakana í Umferðarráði að kynna rök erlendra  hjólreiðasamtaka og lækna sem höfðu rök á móti hjálmaskyldu. Rökin eru helst tengd fækkun hjólreiðmanna og þar með verri lýðheilsu almennings vegna breytinga samgönguhegðun.

Ýmis rök.

Ég komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að málið er ótrúlega yfirgripsmikið.

Þess vegna er mikil þörf á að draga fram þau rök sem skipta mestu máli. Það sem skipir máli er að vita hvort heildaráhrifin á heilsu almennings og etv á þjóðarhag hafi verið jákvæð þar sem hjálmaskylda hefur verið lögleidd. Það er nefnilega allt sem bendir til þess að lögleiðingin sé neikvæð

Sumir vilja þó ekki bera saman heilsutap vegna hreyfingarleysis annarsvegar og umferðarslysa hinsvegar. Fulltrúar tryggingafélaga og bílgreina í umferðarráði vildu ekki líta á heildarmyndina heldur einungis umferðaröryggi í þröngum skilningi. Hjólreiðasamtökin í Evrópu eru að öllu jöfnu ósammála þessum þrönga skylningi Umferðaráðs. Þau eru hinsvegar tilbúinn til að skoða áhrif hjálmalagana út frá sjónarmiði slysatalna sem sýna að hættan á höfuðmeiðslum hjólreiamanna minnkaði ekki við lögleiðingu hjálma. Breytti það engu þrátt fyrir að hlutfall hjólreiðamanna með hjálm hefði aukist til muna á fáum árum.

Hlutfall höfuðmeiðsla minnkar ekki í samræmi við aukna hjálmanotkun.

Reynslan frá þeim löndum sem hafa sett á hjálmskyldu hljóti að gefa besti vísbendingin um hvernig lögin virka. Ástralía og Nýja Sjáland búa yfir fullkomnustu skráningar sem gera okkur kleift að meta áhrifin. Þar eru til gögn um þróun höfuðmeiðsla hjólreiðamann, gangandi og akandi yfir mörg ár bæði fyrir og eftir að hjálmaskyldan tók gildi. Þeir eru líka með frekar góða tölfræði um hversu margir hjóluðu og hversu margir hjóluðu með hjálm. Í ljós kemur að hlutfall höfuðmeiðsla ekki gerir stökk niður þegar hjálmanotkun aukist. Þrounin í höfuðmeilsum heldur áfram eins og engin ný áhrifavaldur hafi komið til. Hlutfall höfuðmeiðsla fækkar ekki meiri en þeir gerðu áður en hjálmanotkun jukust.

Rökin með hjálmaskyldu byggir hins vegar oft á skráning á fáum slýsum í litlum hópum þar sem hjólreiðamenn kusu sjálfir hvort þeir notuðu hjálma eður ei. Þekktasti rannsóknin, mögulega af því að þar var fundinn svo ótrúlega sterka virkni af hjálmum, er könnun Thompson, Rivara og Thompson, gefin út 1989. Þeir héldu því fram áð á þessum bakgrunni væri hægt að segja að hjálmanotkun komi í veg fyrir 85% höfuðmeiðsla. Nánast engar aðrar rannsóknir hafa fundið (upp) svo mikla virkni, og skýrslan hefur verið sterklega gagnrýnd fyrir lökum væisindalegum gæðum í virtum læknavísindatímarítum. Samt nota stuðningsmenn þessi ótrúlegu háu hlutföll (85% og 88% ) þegar verið er að rekja áróðu fyrir hjálmaskyldu.

Ein góð grein um rökin með og á móti hjálmum, má finna í Alþjóðlega opna net-alfræðiritinu, Wikipedia.org. Greinar sem eru sett inn á Wikipedia þurfa að vera nokkuð vel framsettar og hlutlægir þegar kemur að deilumálum, en allir geta í rauninni sett inn efni eða breytt. Sennileag mætti þó segja meira frá rökin sem er beitt með hjálmaskyldu í þeirri grein. Menn neita því gjarnan að hjólreiðar hafa minnkað þar sem hjálmalög hefur verið sett, og vitnað er í greinar þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að höfuðmeiðslum hafi fækkað samhliða hjálmaskyldu.

Annars langar mig til þess að benda á nokkra vísndagreina sem fólk á Íslandi geta lesið frítt á netinu, en aðrir venjulega ekki :

Robinson DL,:

Changes in head injury with the New Zealand bicycle helmet law • SHORT COMMUNICATION,

Accident Analysis & Prevention, Volume 33, Issue 5, September 2001, Pages 687-691

URL: http://dx.doi.org/10.1016/S0001-4575(00)00073-7


Head injuries and bicycle helmet laws • ARTICLE

Accident Analysis & Prevention, Volume 28, Issue 4, July 1996, Pages 463-475

URL: http://dx.doi.org/10.1016/0001-4575(96)00016-4

 

Hendrie, Delia et al ( Road Accident Prevention Research Unit, Department of Public Health, The University of Western Australia)

An economic evaluation of the mandatory bicycle helmet legislation

http://www.officeofroadsafety.wa.gov.au/Facts/papers/bicycle_helmet_legislation.html 
(http://www.biketas.org.au/2008/20080404-3.pdf)

 

Vefsetur með og á móti (Hver er duglegastur að segja frá rökin bæði með og á móti ?)

http://www.cyclehelmets.org/ (Bicycle Helmet Research Foundation, 95% á móti en vitnar í rökin með og gagnrýnir, oft á vísindalegum grundvelli )

http://www.helmets.org/ fylgjandi

http://bikebiz.com/daily-news/ fréttir af hjálmaskyldu-umræðum á Bretlandi. (nota search)

Bicycle Helmet FAQ

Nefni aftur greinina á Wikipedia


Reykjavík 11. ágúst 2005

Morten Lange formaður LHM, og fulltrúi í umferðarráði

 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Nýjustu umsagnir LHM og önnur skjöl