80% hjálmarnir - trúarbrögð eða vísindi?

Í Fréttablaðinu í dag 7. maí 2009 var smá innslag frá Landsbjörg með tvem alröngum fullyrðingum. Þar héldu þau eftirfarandi fram: 

"Sýna athuganir að hjálmur ver fyrir alvarlegum höfuðáverkum í 80 til 85 prósentum tilfella en alvarlegustu slysin verða þegar hjólað er í bílaumferð."

Þetta kalla ég að ala á ótta og hræða frá hjólreiðum. Þarna er verið að vísa í 20 ára gamla rannsókn sem reynst hefur meingölluð eins og fjölmargir fræðimenn hafa bent á. Megingagnrýni á rannsóknina er að hún ber saman tvo hópa sem eru of ólíkir til að hægt sé að draga nokkrar áliktanir af niðurstöðum rannsóknarinnar. Marg oft hefur verið farið yfir þessa rannsókn og sýnt fram á aðferðafræðilega galla hennar. Hér er góð úttekt á markleysi niðurstaðna rannsóknarinnar og bent á að draga megi í efa hlutleysi höfunda hennar þar sem þeir eru miklir talsmenn hjálmaskyldu, rétt eins og Landsbjörg. Þar er bent á að ef sömu tölur eru bornar við stærri og marktækari hóp frá sama tíma er niðurstaðan sú að gagnsemi hjálmanna sé hverfandi. {jathumbnail off}

Reyndar vísar Landsbjörg eða aðrir sem tala um 80% gagnsemi hjálma ekki í rannsóknir yfir höfuð heldur þylja upp þessa tölu eins og heilagan sannleik sem óþarft sé að blanda vísindum inn í. Greinin bendir hinsvegar á að þar sem þessi 80% koma fyrir í hjálmaumræðunni sé byggt á þessari rannsókn, enda hafa aðrir fræðimenn ekki misreiknað sig jafn hrapalega.  Stundum finnst mér ofurtrúin á hjálmana sem eiga að forða 80% slysa lík því sem kemur fram á vefnum www.bikehelmetsnow.org. Þetta er grínvefur en ef grannt er skoðað vísa þau í þessa samantekt á rannsókninni frægu undir yfirskriftinni "Why it is wrong to claim that cycle helmets prevent 85% of head injuries and 88% of brain injuries".

Ofurtrú á hjálma

Stefna Landssamtaka hjólreiðamanna í hjálmamálum er að ekki eigi að skylda almenna notkun þeirra og að fólk eigi að hafa frjálst val um hvort þeir noti þá eða ekki. Hér er ég ekki að tala með eða á móti hjálmum heldur um þessa 20 ára gömlu 80% tölu sem enginn fótur er fyrir. Við viljum  einbeita okkur að því sem sannara hefur reynst, það er að hjólreiðar eru almennt alls ekki hættulegur samgöngumáti, þvert á móti sýnir stór dönsk rannsókn fram á að regluleg notkun reiðhjóla til samgangna lengir lífið, með eða án hjálma. Lesið marktækar upplýsingar um öryggismál í þessu erindi sem var flutt á Samgönguviku 2007.

Þar er líka tekið á hinni fullyrðingunni "... alvarlegustu slysin verða þegar hjólað er í bílaumferð" Hún er nefnilega hálfsannleikur í besta falli því mesta hættan er þar sem leið þeirra sem hjóla eftir stígum liggur yfir götur og skerst á við umferð bifreiða. Það er vegna þess að hjólreiðafólkið birtist ökumönnum of seint því þeir eru ekki að ferðast innan athyglissviðs þeirra. Slys þar sem ekið er aftan á hjólreiðamann á sömu akrein og bifreið fer eftir eru fátíð. Göturnar eru almennt margfalt öruggari og þar á að hjóla lögum samkvæmt.

Í umræðunni þarf að gera skýran greinarmun á ungum börnum sem eru að læra á hjól og fullorðnu fólki sem notar hjólið sem samgöngutæki. Það er kominn tími til að fólk færi umræðua í nútímann og kynni sér gagnsemi þeirra hjálma sem seldir eru í dag en þeir hafa þróast ansi mikið síðan 1989 sem og þekking okkar á gagnseminni við mismunandi aðstæður.

Páll Guðjónsson

 

Hlífðarbúnaður

 

  Er lífið svona hættulegt?

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.