Það er virðingarvert að almenningur og hagsmunaaðilar fái ítrekað að koma með tillögur og athugasemdir við þetta umferðarlagafrumvarp og athyglisvert að fylgjast með því hvernig það þróast.
LHM hefur lagt mikla vinnu við í þetta mál til að aðstoða eftir fremsta megni við að láta þessi lög endurspegla virðingu fyrir umhverfisvænsta og hollasta ökutækinu, reiðhjólinu. Fyrst tókum við saman ítarlegar tillögur og lögðum fyrir nefndina haustið 2008 og þegar fyrstu drögin voru birt sendum við aftur ítarlegar athugasemdir og breytingatillögur og rökstuddum mál okkar vandlega með vísunum í rannsóknargögn og vísindagreinar.
Nú eru komin fram ný drög og urðum við því miður ekki ánægð með ýmis ný höft sem þar voru lögð á hjólreiðafólk þó margir punktar frá okkur hefðu verið teknir inn. Því settum við enn og aftur fram ítarlegar umsagnir um breytingarnar og ítrekuðum okkar helstu áherslumál sem ekki hefur verið tekið tillit til enn.
Það má lesa um drögin að nýju umferðarlögunum á vef Samgönguráðuneytisins í þessari frétt og þar sem er tenging á PDF útgáfu af lagadrögunum.
Athugasemdir LHM við drögin má lesa má hér .
Hjálagt efni var: