Fundin reiðhjól á Pinterest

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu opnaði í ársbyrjun Pinterest síðu með myndum af reiðhjólum og öðrum óskilamunum sem rata í geymslur hennar. Þetta auðveldar fólki verulega að svipast um eftir hjólum og öðru sem glatast og gæti hafa ratað í óskilamunageymslu lögreglunnar.

Það þarf þó að sýna fram á eignarhald; td. raðnúmer, lykil af lásnum eða talnarunu, kvittun, ljósmynd eða þekkja einhver séreinkenni. við mælum eindreigið með að fólk skrái hjá sér raðnúmer hjóla sinna og geymi. Oftast er það greypt í stellið neðan við sveifarleguna og nóg að hvolfa hjólinu til að sjá það.

Hér er Pinterest síða Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og hér er smá myndband sem sýnir hvernig má finna raðnúmerið.