Fundin reiðhjól á Pinterest

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu opnaði í ársbyrjun Pinterest síðu með myndum af reiðhjólum og öðrum óskilamunum sem rata í geymslur hennar. Þetta auðveldar fólki verulega að svipast um eftir hjólum og öðru sem glatast og gæti hafa ratað í óskilamunageymslu lögreglunnar.

Það þarf þó að sýna fram á eignarhald; td. raðnúmer, lykil af lásnum eða talnarunu, kvittun, ljósmynd eða þekkja einhver séreinkenni. við mælum eindreigið með að fólk skrái hjá sér raðnúmer hjóla sinna og geymi. Oftast er það greypt í stellið neðan við sveifarleguna og nóg að hvolfa hjólinu til að sjá það.

Hér er Pinterest síða Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og hér er smá myndband sem sýnir hvernig má finna raðnúmerið.
 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.