Hjólreiðar forða fimm dauðsföllum árlega

Innanríkisráðuneytið og Vegagerðin héldu málþing 20. mars 2013 um samgöngumál og almenningssamgöngur. Þar velti m.a. Þorsteinn R. Hermannsson, samgönguverkfræðingur hjá Mannviti upp í sínu erindi spurningunni „Samgöngustefna fyrirtækja: Hvað er hún og hverju skilar hún?“. Varðandi hjólreiðar kynnti hann afar athyglisverða útreikninga:

  • Áætlað er að hjólreiðar skili sparnaði í heilbrigðiskerfi og vinnutapi. Auk þess að fækka fjarvistardögum frá vinnu þá lengist ævi íbúa og tíðni langvarandi sjúkdóma minnkar [Kaupmannahöfn, 2007].
  • Hollensk rannsókn sýndi að „regular cyclists“ tóku 7,4 veikindadaga á ári en „non-cyclists“ tóku 8,7 [Hendriksen et al, 2010].
  • Einfalt dæmi fyrir höfuðborgarsvæðið úr reiknivél WHO: (10% starfandi einstaklinga hjóla til vinnu 6 mánuði á ári)
    • Lífslíkur þeirra sem hjóla aukast verulega. Á hverju ári koma heilsufarsáhrifin í veg fyrir 5,24 dauðsföll á höfuðborgarsvæðinu.
    • Á 10 árum er áætlaður heilsufarsávinningur alls um 10,3 ma. kr á núvirði, að meðaltali um 1 ma. kr. á ári.*
    • *Standard value of statistical life 1,5 millj. EUR and 5% discount rate for future benefits.

Glærur með fyrirlestrinum má skoða hér:
Samgöngustefna fyrirtækja: Hvað er hún og hverju skilar hún? Þorsteinn R. Hermannsson, samgönguverkfræðingur hjá Mannviti

Umfjöllun Innanríkisráðuneytisins um ráðstefnuna má lesa hér:
Efling almenningssamgangna ekki aðeins skynsamleg heldur nauðsynleg

Samantekt LHM um kosti samgöngusamninga og uppkast að samgöngusamning:
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Nýjustu umsagnir LHM og önnur skjöl