Hjólastæði fyrir Reykjavíkurborg - hjólagrindur

Hér má sjá þann hönnunarstaðal sem Reykjavíkurborg hefur að mestu stuðst við frá 2001. Eins og sjá má höfðu bæði Fjallahjólaklúbburinn og Landssamtök hjólreiðamanna áhrif á endanlegu útkomuna. Enda var útkoman nokkuð sem mikil sátt hefur ríkt um.

 

Hjólastæði fyrir Reykjavíkurborg
FYRIRKOMULAG OG ÚTLIT
25.apríl 2001

Inngangur

“Like automobiles, bicycles require not only special pathways to travel, but parking areas for their storage, and here is their great virtue”
Lawrence Halprin 1980.

Á fundi samgöngunefndar 11.12 2000 var samþykkt að Gatnamálastjóri og Bílastæðasjóður finni nýjar lausnir á hjólastæðum fyrir borgina. Að verkinu hafa unnið Ólafur Stefánsson frá Gatnamálastjóra, Stefán Haraldsson frá Bílastæðasjóði, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir frá Landsamtökum hjólreiðamanna og ráðgjafar hafa verið Áslaug Traustadóttir og Yngvi Þór Loftsson frá Landmótun ehf.

Þær hjólagrindur sem helst hafa verið notaðar eru lágar og fara illa með hjólagjarðir og eru ekki þægilegar þegar hjólum eru læst við þær. Til þess að lagfæra þá annmarka hefur m.a. verið notast við grindur með festingum sem krækjast utan um stýrið en slíkt fyrirkomulag er ekki alltaf hentugt. Á heimasíðu Íslenska fjallahjólaklúbbsins (www.mmedia.is/-ifhk/umferd) er vísað á hjólagrind sem sett var upp af Gatnamálastjóra við Hafnarstræti, sem talin er heppileg lausn. Um er að ræða einfalda rörgrind sambærilega við þær sem gatnamálastjóri notar við lokun á göngustígum fyrir akandi umferð. Við Gerðuberg hafa verið útfærðar grindur sem eru áþekkar þeim sem hafa verið notaðar erlendis með ýmsum útfærslum.

 

Staðsetning

Við hugmyndavinnuna var leitað að fyrirkomulagi sem nota má víða um borgina á bílastæðum, torgum og í bílastæðahúsum. Gert er ráð fyrir að dreifa hjólastæðum frekar en að koma þeim fyrir á afmörkuðum stöðum, þannig að sem styðst vegalengd sé frá stæðinu að þjónustu, áningastöðum o.þ.h.

Nákvæm staðsetning ræðst af aðstæðum á hverjum stað en meginmarkmið er að koma þeim fyrir við gönguleiðir og aðkomur aðskilið frá bifreiðastæðum. Þar sem ekki er annað rými til taks geta hjólastæðin verið á bílastæðum og t.d. tekið upp sem svarar einu bílastæði. Þar sem hjólagrindum verður ekki komið fyrir í bílastæðahúsum er gert ráð fyrir að festingar verði settar á veggi.
 

Sjá nánar í PDF skjali:

Hjólastæði fyrir Reykjavíkurborg
FYRIRKOMULAG OG ÚTLIT
25.apríl 2001

 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.