Hjólastæðum fjölgað við MK

Hjólagrindur við MKÁnæguleg frétt af vef Menntaskólans í Kópavogi:

Nú, þegar nemendur og kennarar njóta flestir sumarfrísins og liggja sjálfsagt margir sólbrenndir við ókunna strönd, er enn nokkur starfsemi í gangi í MK. Undirbúningur fyrir haustið er þegar hafinn og má sem dæmi nefna að settar hafa verið upp hjólagrindur umhverfis skólann. Þessi breyting er í anda hugmyndarinnar um að MK sé heilsuskóli og ætti að auka öryggistilfinningu og ánægju allra þeirra sem kjósa hjólreiðar fram yfir bílinn.

Uppruni: Hjólum í skólann - mk.is