Hér er myndband sem sýnir hvernig hjólatré virkar.
Væri ekki flott að planta nokkrum hjólatrjám í Reykjavík? Þetta eru sjálfvirkar hjólageymslur sem geyma hjólin með öruggum hætti svo enginn ætti að vera hræddur við að skilja hjólið sitt eftir yfir nótt. Ef nokkur svona hjólatré væru t.d. við Lækjartorg og Hlemm væri auðvelt fyrir þá sem búa langt frá miðbænum að taka strætó þangað, sækja hjólið sitt í hjólatré og hjóla síðasta spottann.