Ný hjólaþrautabraut í Öskjuhlíð

David Robertsson,Jóhannes Bjarnason, Kári Halldórsson og Óskar Ómarsson19.09.2012. Í dag klukkan þrjú verður ný hjólaþrautabraut opnuð í Öskjuhlíð. Um er að ræða ,,pumpu-braut“ (,,Pump Track“) sem farin er með sérstakri tækni og notuð til þjálfunar og leikja. Félagar í hjólreiðafélaginu Tindi eiga heiðurinn af lagningu brautarinnar og hafa unnið hana í samvinnu við Reykjavíkurborg sem leggur til svæðið. Opnun brautarinnar liður í dagskrá Samgönguviku sem nú stendur yfir. Brautin er staðsett við Nauthólsveg norðan við Háskólann í Reykjavík.

Fyrirmyndirnar að brautinni eru erlendar eins og nafnið Pump Track gefur til kynna, en útfærð af félögum í Tindi og hafa þeir veg og vanda að framkvæmd. Þeir hafa unnið hörðum höndum undanfarið við að móta brautina og þjappa undirlag. Vel hefur verið tekið á því eins og sést á myndunum sem teknar voru á sunnudag.

Hjólreiðafélagið Tindur var stofnað í febrúar 2011 með það að markmiði að fjölga þátttakendum í keppnishjólreiðum á Íslandi, sem og þeim greinum sem stundaðar eru hvort heldur það eru samgönguhjólreiðar, keppnishjólreiðar eða bara hjólreiðar til skemmtunar, eins og segir á vef félagsins. Tindur er löglegt íþróttafélag innan ÍSÍ og stendur öllum opið til þátttöku.


 

Hópmynd: David Robertsson,Jóhannes Bjarnason, Kári Halldórsson og Óskar Ómarsson

Uppruni: www.reykjavik.is

Fleiri myndir: Facebooksíða Reykjavíkurborgar

 Pumpað í brautinni

j Pumpað í brautinni

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.