Öryggisbúnaður í bílum gagnvart hjólandi

Yfirleitt snýr öryggisbúnaður í bílum að því að hlífa bílstjóra og farþegum en minna hefur verið hugað að þeim sem verða hugsanlega fyrir bílunum. Nýlega kynnti Volvo nýjan öryggisbúnað sem á að skynja hjólreiðamenn sem gætu verið í bráðri hættu á að verða fyrir bílnum. Við þær aðstæður tekur búnaðurinn fram fyrir hendur bílstjórans og bremsar sjálfkrafa til að reyna að forða ákeyrslu. Svipaður búnaður var fyrst kynntur hjá Volvo 2010 en nú er hann orðinn enn nákvæmari. Áður hafa verið kynntir utanáliggjandi loftpúðar sem einnig er ætlað að draga úr alvarleika slysa ef ekið er á gangandi eða hjólandi.

Hjólreiðamenn hjá British Cycling benda hinsvegar á að þó þeir fagni slíkum öryggisbúnaði í bifreiðum ætti fólk ekki að treysta um of á að tæknin forði slysum akandi sem annarra. Þau leggja áherslu á að lögbundið verði að einn hluti prófa til ökuréttinda snúi að því að bílstjórarnir gefi hjólandi sérstakan gaum. Einnig að gert verði átak til að bílstjórar gefi hjólandi aukinn gaum í umferðinni líkt og gert hefur verið gagnvart umferð bifhjóla.

Samkvæmt frétt BBC er þessi skynjari aukabúnaður sem kostar 1.850 GBP í Englandi eða um 350.000 kr. Ekki kemur fram hvað loftpúðarnir kosta aukalega.

Sjá nánar frétt BBC hér http://www.bbc.co.uk/news/technology-21688765

Hér eru myndbönd sem lýsa þessum búnaði og annað sem fjallar um loftpúðana.

Hjólaskynjariloftpúði fyrir gangandi og hjólandi

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.