Hjólreiðamenn hjá British Cycling benda hinsvegar á að þó þeir fagni slíkum öryggisbúnaði í bifreiðum ætti fólk ekki að treysta um of á að tæknin forði slysum akandi sem annarra. Þau leggja áherslu á að lögbundið verði að einn hluti prófa til ökuréttinda snúi að því að bílstjórarnir gefi hjólandi sérstakan gaum. Einnig að gert verði átak til að bílstjórar gefi hjólandi aukinn gaum í umferðinni líkt og gert hefur verið gagnvart umferð bifhjóla.
Samkvæmt frétt BBC er þessi skynjari aukabúnaður sem kostar 1.850 GBP í Englandi eða um 350.000 kr. Ekki kemur fram hvað loftpúðarnir kosta aukalega.
Sjá nánar frétt BBC hér http://www.bbc.co.uk/news/technology-21688765
Hér eru myndbönd sem lýsa þessum búnaði og annað sem fjallar um loftpúðana.