Hjólið fundið upp - aftur

Fjöldi stórborga hafa innleitt hjólaleigukerfi fyrir almenning og setja þau hjól sterkan svip á borgir eins og London og París. Hinn heimsfrægi hönnuður Philippe Starck var fenginn til samstarfs þegar hanna átti nýtt hjól fyrir fyrirhugað almenningshjólakerfi Bordeaux í Frakklandi.

Útkoman var óvenjulegt reiðhjól sem einnig má nota sem hlaupahjól þegar þarf að fara hægt yfir svo sem í göngugötum. Það er einnig með innbyggðum bögglabera, rafal í nafi fyrir ljósabúnað og gul dekk í yfirstærð gefa hjólinu skemmtilegt yfirbragð.

Eitthvað hefur verið spáð í möguleikana á að setja upp almenningshjólakerfi í Reykjavík en ekki kom fram hvernig reiðhjólin sjálf ættu að vera.

Sjá nánar um Pibal hjólið hér: French Public Transport Plan Yields Bicycle + Scooter Hybrid


Le Pibal, vélo urbain idéal by villedebordeaux

Pibal_P_Starck_urbancycling

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.