Hjólavænir ferðamannastaðir

Hjólaferðamennska fer vaxandi á Íslandi en til að hjólreiðar geti orðið raunhæfur samgöngumáti þurfa hjólastæði að vera eðlilegur hluti af okkar daglega umhverfi.

VSÓ Ráðgjöf hefur gefið út leiðbeiningar og gátlista um aðbúnað hjólavænna ferðamannastaða sem unnar eru með styrk frá Ferðamálastofu. Verkefnisstjórn var í höndum Fríðu B. Eðvarðsdóttur og hugmyndavinna m.a. frá Eyrúnu Björnsdóttur hjá Hike&Bike, Sveini Rúnari Traustasyni hjá Ferðamálastofu og Sesselíu Traustadóttur hjá Hjólafærni.

Markmiðið með leiðbeiningunum er að gefa grunnupplýsingar um aðbúnað og skipulag hjólastæða þannig að rekstraraðilar geti markvisst byggt upp aðbúnað og þjónustu til þessa notendahóps. Áhuginn er einnig vaxandi hjá sveitarfélögum og rekstraraðilum að bæta aðstöðu og gera vel við hjólreiðafólk sem vistvæna vegfarendur.

Hjólavænir ferðamannastaðir - Gátlisti og leiðbeiningar um aðbúnað

VSÓ hefur einnig unnið eftirfarandi skýrslur sem snúa að hjólreiðum:

Hjólastígur umhverfis Mývatn

Stofnstígar - Hjólastígar

Uppruni: VSÓ Ráðgjöf 07.05.13 | vso.is
http://www.vso.is/frettir/Frettir-2013/2013-05-07-Hjolaferdamennska.html

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.